fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Pentagon uppljóstrarar bera vitni fyrir Bandaríkjaþingi til að afhjúpa leynimakkið – „Við erum að fara að afhjúpa yfirhylmingu fljúgandi furðuhluta“

Pressan
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sögulegi atburður er að eiga sér stað fyrir Bandaríkjaþingi í dag að þrír uppljóstrara eru að deila eigin reynslu af fljúgandi furðuhlutum, en þeir halda því fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu að halda þessum upplýsingum frá almenningi.

Um er að ræða Ryan Graves, sem er fyrrum flugmaður, David Grusch sem starfaði fyrir bandaríska flugherinn og leyniþjónustuna og svo David Fravor sem er liðsforingi og orrustuflugmaður í bandaríska sjóhernum. Þeir hafa farið allir lagt drengskap sinn við framburði sínum. Þinghald byrjaði með ávarpi frá fulltrúadeildarþingmanninum Tim Burchett sem sagði: „Við erum að fara að afhjúpa yfirhylmingu fljúgandi furðuhluta.“

Tim tók fram að málið sé ótengt flokkspólitík enda risti hylmingin dýpra en svo.

Algengt að rekast á fljúgandi furðuhlut

Næstur tók til máls Ryan Graves. Hann rakti að hann hefði tvisvar verið sendur á átakasvæði á tíma sínum í flughernum. Hann og rúmlega 30 aðrir úr flughernum, núverandi og fyrrverandi, hafi reynslu af UAP – eða óþekktum fljúgandi fyrirbærum. Hann hafi verið sendur í tiltekið verkefni árið 2014 og þá hafi slíkt fyrirbæri komið og sundrað flugvélasveit hans. Þetta fyrirbæri hafi verið dökk grátt eða svart og utan um það hafi verið gegnsær hnöttur. Fyrirbærið hafi verið um 4,6 metrar að þvermáli og hafi það verið í um 15 metra fjarlægð frá fremstu flugvél sveitarinnar. Liðsforinginn hafi skipað sveitinni að lenda. Ryan segir að þetta sé ekki óþekkt uppákoma, en rúmlega 30 vitni hafi sagt hóp hans frá sambærilegum atvikum.

„Gjarnan eru þetta þaulreyndir hermenn með áratuga reynslu af flugi“

Óþekkt fljúgandi fyrirbæri séu í lofthelgi jarðarinnar en fjölda þeirra sé vísvitandi haldið leyndum og sagðist David telja að 95 prósent af tilvikum sem varði óþekkt fljúgandi fyrirbæri séu ekki tilkynnt. Ryan lýsti því að þessir hlutir gætu verið algjörlega kyrrir á lofti, jafnvel þó að stormur geisaði. Þeir gætu svo á methraða tekið af stað á hljóðhraða.

Hermenn hafa slasast

Næstur tók til máls David Grusch og greindi frá því að bandarísk stjórnvöld hefðu undir höndum fljúgandi furðuhluti utan úr geimi. Þessir hlutir væru ýmist alfarið heilir eða mjög heillegir. David hafi starfa sinna fyrir leyniþjónustuna vegna haft víðtækar aðgangsheimildir og notið mikils trausts. Hann hafi því fengið upplýsingar um fljúgandi furðuhluti sem hefðu brotlent, um að herinn hefði brakið undir höndum og svo um að þessi farartæki væri verið að hermismíða. David hafi þó verið neitað um frekari upplýsingar þegar hann fólst eftir þeim. Aðspurður um hvort hann stæði raunverulega í trú um að Bandaríkin hefðu undir höndum fljúgandi furðuhluti hikaði David ekki við að svara – „Algjörlega viss“. Þessa afstöðu sína hafi hann byggt á viðtölum við rúmlega 40 vitni.

Þegar David sat fyrir spurningum tók hann meðal annars fram að hann líti svo á að þessir furðuhlutir gætu vel verið að afla sér hernaðaupplýsinga um Bandaríkin. David telur ljóst að um ógn gegn Bandaríkjunum sé að ræða. Ekki vildi hann gefa neitt upp um hvort einhver hafi verið myrtur til að halda þessum upplýsingum leyndum, réttara væri að fá slíkar upplýsingar frá viðeigandi yfirvaldi. David sagði fjölda kollega hans hafa slasast eftir að hafa komist í návígi við þessi fyrirbæri. Hann sagðist einnig hafa vitneskju um að fólk hefði slasast við hermismíði á þessum furðuhlutum.

„Ég get ekki farið út í smáatriði en þú getur ímyndað þér hvernig það er að meta eitthvað sem er algjörlega óþekkt, þar eru margir þættir sem þú getur ekki búið þig undir.“

David Grusch tók einnig fram að lífsýni hafi fundist í þeim fyrirbærum sem Bandaríkin hafi undir höndum sem ekki eru mennsk að uppruna. Tók Grusch fram að hann hefði vitneskju um að til stæði að hefna honum og öðrum kollegum fyrir að stíga fram.

„Það voru tilteknir kollegar mínir sem urðu fyrir hrottalegum stjórnenda-árásum. Það gerir mig í raun mjög hryggan sem leiðtoga að sjá þetta gert við samstarfsmenn og jafnvel yfirmenn sem ég haf haft síðustu þrjú árin. Ég kalla þetta stjórnenda-hryðjuverk. Þetta er tól eða tæki í verkfærakassanum þeirra til að þagga niður í fólki, sérstaklega í opinberum starfsmönnum sem er annt um feril sinn, annt um öryggisheimildir sínar, orðspor sitt, sem vilja klífa metorðastigann, og þegar þú ógnar þessum hlutum, þessari starfsþróun, þá fær það marga til að þagna, en ég er hér sem fulltrúi þessa fólks.“

Annað sem hefur komið fram í þinghaldinu er að miðflóttakrafturinn í þessum fljúgandi fyrirbærum sé svo gífurlegur að enginn maður gæti lifað slíkt af, slíkur sé hraði þeirra.

Fræga myndbandið

Þriðji uppljóstrarinn er David Fravor, sem er fyrrum liðsforingi í sjóhernum. Hann greindi frá því að hafa séð fljúgandi furðuhlut á himni í æfingaferð árið 2004. Um er að ræða frægt atvik sem kallað hefur verið Tic Tac-furðuhluturinn.

„Okkur var sagt að æfingunni yrðu hætt og við myndum halda áfram í raunverulegt verkefni.“

Liðið hans hélt áfram án þess að vita hvað biði þeirra. Þá fengu þeir upplýsingar um að fljúgandi furðuhlutir hefðu verið að koma inn í lofthelgina reglulega undanfarið, og væru þeir að koma utan úr geimnum. Veðrið var næstum fullkomið þennan dag, himininn heiður. Þar hafi þeir séð hlut sem var í laginu eins og tic-tac sem hafi hreyft sig eins og borðtenniskúla. Fravor hafi ákveðið að fara nær til að sjá hvað þeir væru að eiga við. Hluturinn hafi skyndilega tekið af stað og aukið hæð sína og svo gefið svo hressilega í að það hreinlega hvarf sjónum. Hér fyrir neðan má sjá fræga myndbandið sem var tekið upp þennan dag, en rétt er að taka fram að Pentagon hefur staðfest að þessi upptaka sé raunveruleg og að stjórnvöld hafi enga hugmynd um hvað sé þarna á ferðinni. Ekki sé um að ræða fugl, veðurbelg eða nokkuð manngert farartæki.

David Fravor segir að það sé ekki forsvaranlegt að þessum upplýsingum sé haldið leyndum frá almenningi. Um sé að ræða tækni sem sé svo mun lengra komin heldur en þekkist á jörðinni. Erfitt sé að ímynda sér að um manngerðahluti sé að ræða. Virðist Fravor gefa til kynna að ákveðið djúpríki hafi tekið yfir málaflokkinn og kjörinnir fulltrúar hafi ekkert eftirlit eða afskipti af þessu. Þessum málaflokki sé haldið á bak við tjöldin þó svo að gífurlegu fjármagni hafi verið varið í að rannsaka þessa tækni og til að gera tilraunir til að hermismíða hana.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn