fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Misheppnuð lögregluaðgerð leiddi til þess að barn var beitt kynferðisofbeldi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 20:00

Skrifstofa saksóknaraembættisins í Taoyuan á Taívan sem nú rannsakar hina misheppnuðu lögregluaðgerð/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögreglumenn á Taívan sæta nú opinberri rannsókn saksóknara eftir að misheppnuð lögregluaðgerð leiddi til þess að stúlka undir lögaldri var beitt kynferðislegu ofbeldi. Málið hefur vakið mikla reiði meðal almennings og viðkomandi lögregluembætti hefur beðist formlega afsökunar.

CNN greindi frá málinu fyrr í dag.

Upphaf málsins má rekja til þess að í nóvember árið 2020 kynntist stúlka, sem þá var 13 ára gömul, fullorðnum manni, sem heitir Chang Ming-hsin, á stefnumótaappi en aldur hans kemur ekki fram í frétt CNN.

Chang sóttist eftir því að stunda kynlíf með stúlkunni. Hann bauð henni andvirði rúmlega 21.000 íslenskra króna fyrir og óskaði einnig eftir nektarmyndum af henni og sendi hún honum slíkar myndir af sjálfri sér.

Þau mæltu sér mót á hóteli nokkrum dögum seinna en stúlkan mætti ekki og þá hótaði Chang að birta nektarmyndirnar af henni á internetinu. Stúlkan snéri sér þá til lögreglunnar í sveitarfélaginu Taoyuan sem ákvað að setja af stað tálbeituaðgerð sem fólst í því að stúlkan myndi samþykkja að hitta Chang undir því yfirskini að hún ætlaði að stunda kynlíf með honum.

Stúlkan og forráðamaður hennar samþykktu að hún myndi taka þátt í aðgerðinni.

Þegar aðgerðin var sett af stað hitti stúlkan Chang, sem kom akandi á bifreið sinni, fyrir utan skyndibitastað. Lögreglumennirnir tveir, sem sæta nú rannsókn, fylgdust með úr fjarlægð þegar stúlkan bað Chang margsinnis að stíga út úr bifreiðinni. Hann krafðist þess aftur á móti að stúlkan myndi koma inn í bifreiðina og gaf hún að lokum eftir.

Chang keyrði þá á bílastæði í um 300 metra fjarlægð og lagði bílnum þar. Hann skipaði stúlkunni að veita sér munnmök. Stúlkan var afar hrædd og þorði ekki annað en að hlýða skipuninni.

Að því loknu keyrði Chang stúlkuna aftur að skyndibitastaðnum og var þá handtekinn. Hann var loks, fyrr í þessum mánuði, dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að þvinga barn til kynferðislegra athafna.

Í fréttum fjölmiðla á Taívan hefur komið fram að lögreglan hafi sagt stúlkunni að fara alls ekki um borð í bifreið Chang á meðan aðgerðinni stóð og þegar hún gerði það hafi lögreglumennirnir hlaupið á eftir bifreiðinni en ekki verið nógu fljótir. Einnig er því haldið fram að stúlkan hafi ekki greint frá kynferðisofbeldinu fyrr en við réttarhöldin yfir Chang.

Lögreglan hefur hins vegar beðist afsökunar á því að ekki hafi verið gætt nægilega vel að öryggi stúlkunnar og að hún hafi hlotið skaða í kjölfarið. Lögrelumennirnir tveir sem sæta rannsókn vegna starfshátta sinna á meðan aðgerðinni stóð hafa hlotið stöðulækkun en eru enn við störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“