fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Eldri maður lét ekki innbrotsþjóf hræða sig

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 21:00

Mynd frá Flauenskjold Norður-Jótlandi/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekstra Bladet í Danmörku sagði fyrr í dag frá máli sem upp kom þar í landi í gær, mánudag.

Karlmaður á níræðisaldri sat í mestu makindum, um hádegisbilið, í sófa í stofunni á heimili sínu sem er um þrjá kílómetra fyrir norðan þorpið Flauenskjold á Norður-Jótlandi.

Skyndilega birtist maður á stofugólfinu sem húsráðandinn hafði aldrei séð áður. Líklegt er talið að útidyrahurðin hafi verið ólæst og hinn ókunnugi maður því átt auðvelt með inngöngu í húsið.

Hinn óboðni gestur beindi afsagaðri haglabyssu að gamla manninum og krafðist þess hástöfum að hann myndi afhenda alla peningana sína.

Sá gamli var hins vegar ekki tilbúinn til að gefast svo auðveldlega upp. Hann stóð upp úr sófanum og réðst á manninn með byssuna. Upphófust þá slagsmál og náði innbrotsþjófurinn að hrinda gamla manninum í gólfið. Við svo búið náði þjófurinn að stela bíllyklum mannsins en virðist að því loknu hafa hætt við allt saman. Þjófurinn yfirgaf húsið án þess að taka bílinn og stal raunar engu öðru frá gamla manninum en bíllyklunum.

Húsráðandinn hlaut nokkrar skrámur á öðrum handleggnum eftir að þjófurinn náði að hrinda honum í gólfið. Hann meiddist að öðru leyti ekki en var mjög brugðið.

Lögreglan á svæðinu óskar eftir aðstoð almennings við að hafa hendur í hári þjófsins. Samkvæmt lýsingu húsráðandans er þjófurinn á aldrinum 20-25 ára, 190 sentímetrar á hæð, ljós á hörund og hann talar dönsku en ekki með erlendum hreim. Þjófurinn var klæddur í dökk föt og með dökka derhúfu á höfðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“