fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Fundu plánetu sem á ekki að vera til

Pressan
Laugardaginn 22. júlí 2023 16:00

Teikning af plánetunni Halla. Mynd:R. Hurt & K. Miller / Caltech / IPAC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vitað að jörðin, eins og margar aðrar plánetur, hefur aðeins ákveðið langan tíma í þessum heimi. Sólin okkar á enn langan tíma eftir ólifaðan en þegar hennar tími kemur mun hún þenjast út og gleypa allt sem á vegi hennar verður, þar á meðal hugsanlega jörðina.

Stjörnufræðingar við Hawaii háskóla gerðu nýlega athyglisverða uppgötvun sem vekur kannski vonir um að jörðin eigi framtíð fyrir sér eftir að sólin endar lífdaga sína.

Það er plánetan 8Umi b sem hefur gert það sem á að vera útilokað, henni tókst að sleppa við að vera gleypt af stjörnunni sinni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum að sögn Videnskab.

8 Umi b, sem hefur fengið hið þjálla nafn Halla, líkist Júpíter og er á braut um rauðu risastjörnuna 8 Umi, einnig þekkt sem Baekdu, en er helmingi nær henni en fjarlægðin á milli jarðarinnar og sólarinnar.

Halla fannst 2015 og þá strax var ljóst að braut plánetunnar og fjarlægðin á milli hennar og stjörnunnar var mjög athyglisverð.

Samkvæmt niðurstöðum nýju rannsóknarinnar þá virðist Baekdu brenna helíum í kjarna sínum en það bendir til að stjarnan hafi nú þegar farið í gegnum stigið þar sem hún varð að rauðum risa.

Vísindamennirnir telja að hún hafi þá þanist út, 1,5 sinnum fjarlægðina til Halla. Það þýðir að Halla hlýtur að hafa verið gleypt af stjörnunni áður en hún dróst saman niður í núverandi stærð.

Marc Hon, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir þetta „mjög óvenjulegt“. „Þegar pláneta er gleypt hefur það hörmulegar afleiðingar fyrir annað hvort hana eða stjörnuna, ef ekki fyrir báðar,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu.

Stjörnufræðingarnir eru með nokkrar kenningar um af hverju Halla slapp ósködduð úr þessu.

Ein er að Baekdu hafi verið tvær stjörnur sem hafi rekist saman og hafi áreksturinn komið í veg fyrir að Baekdu hafi þanist svo mikið út að hún gæti gleypt Halla.

Einnig er hugsanlegt að Halla sé mjög ung pláneta sem varð til við árekstur stjarnanna tveggja.

En hvað sem því líður þá er um sérstakan atburð að ræða að mati Hon sem sagði að sú staðreynd að Halla hafi getað lifað af svo nærri risastórri stjörnu sýni að hún sé mjög sérstök.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah kveður Liverpool
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga