fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Maður stakk sjálfan sig til bana

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður stakk sjálfan sig til bana á Sloane Square neðanjarðarlestarstöðinni í miðborg London í morgun. Í frétt Mirror segir að vitni og aðrir farþegar á stöðinni hafi hlaupið í ofboði út af stöðinni og sum hrópuðu á fólk að forða sér. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út en staðfest var um hádegisbilið að maðurinn hefði veitt sjálfum sér svo alvarlega áverka að hann hefði beðið bana af.

Bráðaliðar gerðu það sem þeir gátu til að bjarga lífi mannsins en án árangurs. Talið er full víst að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Umferð lesta inn á stöðina var ekki stöðvuð en lögreglumenn mynduðu hring utan um manninn á meðan reynt var að bjarga lífi hans svo farþegar aðkomandi lesta gætu ekki séð hvað um var að vera.

Fólk sem var á stöðinni þegar atburðurinn átti sér stað hefur lýst ótta, á samfélagsmiðlum, við að ferðast með neðanjarðarlestunum. Borgarfulltrúi þessa borgarhluta sagði hug sinn hjá fjölskyldu hins látna og þeim sem urðu vitni að atvikinu. Stöðin var síðan alfarið opnuð almenningi á ný 45 mínútum eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist