fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Kokkur-Pútíns lét sér segjast fyrir milligöngu Lukashenkos – „Nú er sú stund runnin upp að blóði gæti verið úthellt“

Pressan
Laugardaginn 24. júní 2023 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarliðar málaliðahópsins Wagner hafa verið kallaðir til baka af leiðtoga sínum. Yevgeny Prigozhin sem gengur undir viðurnefninu Kokkur-Pútíns. Hópurinn hafði fyrir viðsnúninginn stefnt að höfuðborg Rússlands, Moskvu, til að knýja þar fram breytingar á stjórn varnarmála í landinu sem Prigozhin telur í ólestri.

Uppreisnin, ef slíka má kalla, hófst skömmu fyrir miðnætti í gær og tókst hópnum að ná á sitt vald borginni Rostov sem gegnir hernaðarlegu mikilvægi í stríði Rússa í Úkraínu.

Prigozhin útskýrði ákvörðun sína í ávarpi á Telegram samskiptaforritinu.

„Þeir vildu leysa upp Wagner hernaðarhópinn. Við hófum að marsera fyrir réttlæti þann 23. júní. Á aðeins sólarhring tókst okkur að komast 200 kílómetrum frá Moskvu. Á þessum tíma úthelltum við ekki einum einasta dropa af blóði baráttumanna okkar. Nú er sú stund runnin upp að blóði gæti verið úthellt. Með það fyrir sjónum að rússnesku blóði yrði úthellt hjá annað hvort okkur eða mótspyrnunni höfum við ákveðið að snúa liði okkar við og ætlum aftur í herbúðir okkar, samkvæmt áætlun.“

Reuters greinir frá því að Prigozhin hafi tekið þessa ákvörðun fyrir milligöngu forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, sem hafi heitið hópnum að öryggi þeirra yrði tryggt. Ekki hefur verið gefið upp hvort að forseti Rússlands, Pútín, hafi komið við sögu í þeim viðræðum, eða hvort að Pútín ætli eins að heita Wagner-liðum friðhelgi.

Fyrr í dag sagði Prigozhin að réttlætis-herganga hans þjónaði þeim tilgangi að koma frá völdum spilltum og vanhæfum leiðtogum rússneska hersins – en Prigozhin telur að þeir beri ábyrgð á ástandinu í Úkraínu.

Pútín sagði í ávarpi til þjóðar sinnar fyrr í dag að framganga Wagner hefði ógnað tilveru Rússlands.

„Við erum að berjast fyrir lífi og öryggi þjóðar okkar, fyrir fullveldi okkar og sjálfstæði, fyrir réttinum til að vera Rússlands, þjóð með þúsund ára sögu.“

Pútín hét því að draga uppreisnarmennina til ábyrgðar og refsa þeim í samræmi við brot þeirra, sem hann kallaði landráð.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskiy, segir að uppreisnin hafi afhjúpað veikleika Rússa og sýnt fram á að þar ríki sundrung.

„Í dag gat heimurinn séð að leiðtogar Rússlands stjórna engu. Og þá meina ég engu. Þarna ríkir hreinlega ringulreið og skortur á öllum fyrirsjáanleika.“

Zelenskiy heldur því einnig fram að Pútín hafi líklega verið verulega óttasleginn í dag og hafi að líkindum leitað í felur.

„Maðurinn frá Kremlin er klárlega mjög hræddur og mögulega í felum einhvers staðar,“ sagði Zelenskiy í ávarpi til Úkraínumanna í dag og bætti við að um væri að ræða ástand sem Pútín bæri sjálfur ábyrgð á.

Úkraína nýtti sér þó uppreisnina að sækja fram á vígstöðvum við borgina Bakhkmut þar sem hatrömm barátta hefur átt sér stað undanfarin misseri og átti Wagner-hópurinn stóran þátt í góðu gengi Rússlands á þeim velli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Í gær

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“