fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýjustu vendingar í leitinni að kafbátnum – Brak fannst

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 22. júní 2023 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar um allan heim greindu frá því nú fyrir stundu að brak hefði fundist sem er talið líklegt að sé úr kafbátnum Titan sem hefur innanborðs alls 5 manns.  Kafbáturinn var á vegum fyrirtækisins Oceangate í skoðunarferð að flaki farþegaskipsins Titanic, í Norður-Atlantshafi, en hefur verið saknað síðan á sunnudag.

Bandaríska strandgæslan hefur staðfest að brak hafi fundist og mun greina nánar frá fundinum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma

Í frétt The Daily Beast segir að heimildir séu fyrir því að um sé að ræða hluta af lendingargrind og afturhluta Titan.

Sérfræðingur í björgun skipa og báta tjáir Daily Beast að brakið sé líklega til komið vegna þess að Titan hafi fallið saman á rúmlega eins og hálfs kílómetra dýpi vegna hins gífurlegs þrýstings og lélegrar smíði bátsins.

Annar sérfræðingur segist þó ekki viss um að brakið sé úr Titan.

Titan var með súrefnisbirgðir sem áttu að geta enst fram á daginn í dag en ekki er ólíklegt að súrefnið hafi klárast fyrr hafi farþegar og áhöfn andað óðar og tíðar vegna ótta. Hafi báturinn fallið saman er hins vegar víst að allir um borð hafi drukknað.

Margir sem kynnst hafa aðstæðum um borð í Titan segja að öllu öryggi hafi verið þar ábótavant og stenst báturinn ekki alþjóðlega öryggisstaðla þar sem hann er skilgreindur sem tilraunafar.

Sjá einnig: Einn ríkasti maður Pakistan um borð í týnda kafbátnum ásamt syni sínum – 50 klukkustundir til stefnu

Súrefnið talið uppurið í kafbátnum – Þetta er fólkið um borð og stjúpsonurinn sem kom af stað hatursbylgju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót