fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bendir á sorglega staðreynd við björgun kafbáts Oceangate

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. júní 2023 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður og fræðimaður, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni hvers virði mannslíf er.

Hann minnir á að 14. júní síðastliðinn hafi báturinn Messina, sem var fullur af flóttamönnum sokkið undan ströndum Grikklands. Alls hafi 82 fundist látnir en talið sé mjög líklegt að sú tala eigi eftir að hækka til muna og jafnvel fara upp í rúmlega 500. Flóttafólkið hafi hvert og eitt borgað andvirði 1,1 milljón íslenskra króna fyrir ferðina. Gríska strandgæslan, sjóherinn og bátar í einkaeigu hafi tekið þátt í leitar- og björgunaraðgerðum.

Gísli ber svo þessa leit saman við leitina að kafbátinum Titan sem er í eigu fyrirtæksins Oceangate og sigldi með nokkra milljarðamæringa niður að flaki farþegaskipsins Titanic í Norður-Atlantshafi

Sjá einnig: Einn ríkasti maður Pakistan um borð í týnda kafbátnum ásamt syni sínum – 50 klukkustundir til stefnu

Súrefnið talið uppurið í kafbátnum – Þetta er fólkið um borð og stjúpsonurinn sem kom af stað hatursbylgju

Hann bendir nöfn þeirra fimm einstaklinga sem um borð eru hafi verið gefin upp og af þeim séu þrír milljarðamæringar sem hafi hver greitt andvirði 34,7 milljóna íslenskra króna fyrir ferðina. Bæði bandaríski herinn og strandgæslan auk sjóhers og strandgæslu Kanada taki þátt í leitinni og noti til þess nýjustu tækni.

Gísli Jökull bætir því svo við í athugasemdum undir færslunni að augljóst sé að staða og uppruni fólks skipti máli þegar kemur að hversu mikið er lagt í leit að því. Allir í kafbátnum séu nafngreindir en flóttafólkið deyi nafnlaust og gleymt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin