fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Morðingi og nauðgari dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 11:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá Írlandi berast þær fréttir að maður að nafni Ian Horgan sem er 39 ára gamall hafi ráðist á Hassan nokkur Baker sem er 10 árum yngri með hamri. Árásina framdi Horgan í mars 2022 og olli hún Baker alvarlegum áverkum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Horgan kemst í kast við lögin fyrir að beita hrottalegu ofbeldi. Árið 2000, þegar Horgan var 16 ára gamall, nauðgaði hann og myrti 22 ára gamla konu, Rachel Kiely, sem hafði verið úti að ganga með hundana sína í almenningsgarði nærri heimili sínu í borginni Cork sem er sunnarlega á Írlandi.

Í fréttum Irish Examiner kemur fram að Horgan hafi fengið 12 ára fangelsisdóm fyrir morðið og nauðgunina en Irish Times segir hann hafa verið látinn lausan árið 2021.

Horgan hefur nú játað að hafa ráðist á Hassan Baker og móður hans Mary O’Callaghan á heimili þeirra í mars 2022 og var sú árás framin í Cork eins og morðið.  Segir í frétt Irish Times að Horgan hafi bankað upp á á heimili Baker og móður hans og ruðst inn þegar dyrnar voru opnaðar og ráðist samstundis á Baker með hamrinum. Horgan lamdi Baker með hamrinum í höfuðið með annarri höndinni og hélt honum með hinni höndinni.

Höfuðkúpa Baker brotnaði svo illa að far eftir hamarinn sést enn á höfði hans. Vinstra kinnbein hans brotnaði einnig í árásinni. O’Callaghan reyndi að koma syni sínum til aðstoðar en hlaut úlnliðsbrot. Hún segist enn vera í miklu áfalli yfir árásinni. Horgan þóttist vera kominn til að innheimta skuld af Baker.

O’Callaghan tókst að lokum að troða sér á milli sonar síns og Horgan. Á þeim tímapunkti hafði sonur hennar misst meðvitund og hún hrópaði á Horgan að láta af barsmíðunum því Hassan væri augljóslega látinn. Svo reyndist ekki vera en við þessi hróp hennar hætti Horgan, tók myndir af mæðginunum og yfirgaf í kjölfarið íbúðina sem var útötuð blóði.

Hassan Baker var fluttur í snarhasti á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir heilaskurðaðgerð.

Höfðu aldrei hist

Ástæða árásinnar, í huga Horgan, var sú að Baker var fyrrverandi kærasti þáverandi kærustu Horgan. Eftir árásina montaði Horgan sig af því við kærustuna að Baker væri ekki svo harður lengur og sendi henni myndband þar sem sjá mátti hann hæðast að mæðginunum.

Baker glímir við áfallastreitu, stöðugan ótta og reglulega höfuðverki. Eftir árásina hefur hann einnig átt erfitt með að tala og hefur þrisvar sinnum fengið flog. Fyrir árásina höfðu Baker og Horgan aldrei hist.

Auk morðsins og nauðgunarinnar á Rachel Kiely hafði Ian Horgan hlotið dóma fyrir m.a. rán, bílaþjófnað og eiturlyfjasölu. Dómarinn sagði Horgan verðskulda tólf ára fangelsisdóm en lækkaði það niður í níu ár þar sem Horgan játaði.

Saksóknari taldi Horgan verðskulda lengri dóm miðað við hversu alvarleg árásin var en dómarinn taldi best að hlífa mæðginunum við frekari málarekstri og minnti á að Horgan hefði tjáð iðrun sína og beðið mæðginin afsökunar.

Mæðginin sögðu að Horgan hefði breytt lífi þeirra til hins verra og sagði Mary O’Callaghan að hann væri villidýr og ætti að vera lokaður inni fram á elliár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum