fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Andrew Tate kærður ásamt bróður sínum fyrir nauðgun og mansal í Rúmeníu

Pressan
Þriðjudaginn 20. júní 2023 11:10

Andrew Tate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Tate og bróðir hans Tristan Tate hafa verið formlega kærðir í Rúmeníu fyrir ýmsa glæpi, meðal annars nauðgun og mansal, ásamt tveimur rúmenskum konum, Luana Radu og Georgiana Naghel. Er fólkið ákært fyrir að hafa með skipulögðum hætti, frá árinu 2021, freistað þess að misnota konur í Rúmeníu, sem og Bandaríkjunum og Bretlandi, og selja þær í mansal.

Hafa bræðurnir verið sakaður um að táldraga konur með loforðum um ástarsambönd og jafnvel giftingu en ætlunin hafi verið að misnota þær.

Andrew, sem hefur verið kallaður „hættulegasti maður internetsins“ vegna umdeildra skoðanna sinna sem hann deilir með ungum karlkyns fylgjendum sínum, er kærður fyrir að nauðga einni konu og Tristan fyrir að hvetja aðra til ofbeldis.

Sjá einnig: Hver er Andrew Tate? Sagður vera hættulegasti maðurinn á Internetinu

Fjórmenningarnir sátu í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði, frá 29. desember til 31. mars, en þá úrskurðaði dómstóll í Búkarest þá í stofufangelsi þar sem þeir hafa mátt dúsa síðan.

Einhver bið verður á því að réttarhöldin yfir fjólkinu hefjist en búist er við að málareksturinn geti tekið nokkur ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt