El Nino eykur líkurnar á að hitabeltisstormar myndist í Kyrrahafinu, gríðarlegri úrkomu í Suður-Ameríku og þurrum í Ástralíu.
Michelle L´Heureux, loftslagssérfræðingur, segir á heimasíðu NOAA að það velti á styrk El Nino hver áhrifin verða. Meðal annars hversu mikil hætta er á mikilli úrkomu og þurrkum á ákveðnum stöðum í heiminum.
El Nino hefur margvísleg áhrif á veður og loftslag í stórum hluta heimsins. Síðast lét veðurfyrirbærið á sér kræla 2018 og 2019.
Ástralir vöruðu nýlega við áhrifum El Nino og sögðu að fyrirbærið muni valda miklum hita og þurrkum í landinu sem glímir nú þegar við mikla gróðurelda.
Reiknað er með að El Nino muni valda því að hitamet falli.
L´Heureus sagði að loftslagsbreytingarnar geti bæði aukið áhrif El Nino og dregið úr þeim. Til dæmis geti El Nino leitt til þess að ný hitamet verði sett, sérstaklega á svæðum þar sem El Nino hefur áður valdið miklum hita.
Það er venjulega árið eftir komu El Nino að óvenjulega miklir hitar verða. Það þýðir þá að árið 2024 getur orðið mjög heitt og mörg hitamet gætu fallið.