fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Skaut foreldra sína til bana því þau vildu ekki lána honum bílinn – Var á flótta í 56 ár áður en sonur hans fékk sláandi fréttir hinum megin frá hnettinum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 15. maí 2023 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1958 skaut hinn hinn 16 ára gamli William Lesley Arnold foreldra sína með köldu blóði til bana á heimili fjölskyldunnar í Omaha í Nebraska. 

Ástæðan? Þau vildu ekki lána honum bílinn til að fara með kærustuna í bíó. Eftir morðin tók hann bílinn og fór með kærustunni í bíó og var hinn kátasti. 

William var afburðanemandi sem ekki hafði komist í kast við yfirvöld en samskipti hans og foreldra hans munu hafa verið erfið á köflum. 

Eftir morðin gróf hann foreldra sína í bakgarðinum í skjóli nætur og næstu tvær vikur lét hann sem ekkert væri. William sagði hverjum sem forvitnaðist að foreldrar hans hefðu farið að heimsækja ömmu hans og afa og væri ekki von á þeim á næstunni. Eldir bróðir hans var fluttur að heiman og komst William upp með lygarnar.

William Lesley Arnold

Mætti í skóla og kirkju

William mætti í skóla og meira að segja í kirkju í þessar tvær vikur áður en fólkið sem hann síst vildi mæta augliti til auglits mætti í óvænta heimsókn.

Amma og afi. Nánar tiltekið sama fólkið og hann hafði sagt foreldra sína vera í heimsókn hjá.

Ömmu og afa grunaði strax barnabarn sitt um um græsku, þar sem hann gat ekki með nokkru móti útskýrt fjarveru foreldra sinna, og kölluðu þau til lögreglu.

Það tók yfirvöld ekki langan tíma að fá William til að játa verknaðinn og sýndi hann lögreglu hvar lík foreldra hans var að finna. 

Ári eftir morðin var William dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðin, þá 17 ára gamall. 

Næstu átta árin var William fyrirmyndarfangi. Hann var hæfileikaríkur tónlistarmaður, spilaði á nokkur hljóðfæri, og eyddi mestöllum frítíma sínum innan veggja fangelsisins í tónlistarrými sem fangelsið bjó yfir. 

William sýnir lögreglu hvar hann gróf foreldra sína.

Flóttinn

En þegar að enginn heyrði til var William að skipuleggja flótta ásamt meðfanga sínum, James Harding. Félagarnir höfðu komist í samband við fyrrverandi fanga sama fangelsis í gegnum einkamálaauglýsingar dagblaða og samþykkti sá að að aðstoða þá William og James við flóttann. 

Flóttinn var afar vel undirbúinn, reyndar eins og kvikmyndahandrit, og tókst félaga þeirra utan múra meira að segja að smygla inn til þeirra grímum sem blekktu fangaverði við talningu fanganna.

Ekki var um að ræða hámarksöryggisfangelsi en flóttinn var samt sem áður snúinn og fól meðal í sér í klifur yfir 4 metra gaddavírsgirðingu. 

Mikið var fjallað um flóttann í blöðum

Um leið og flóttinn uppgötvaðist var hafin leit með miklum mannskap, hundum og þyrlum en án árangurs. Eftir þrjá mánuði urðu yfirvöld að viðurkenna að um einhvern best heppnaða fangelsisflótta sögunnar væri um að ræða. 

William og James munu hafa tekið rútu til Chicago og skildu þar leiðir. James Harding fannst innan árs en það var eins og jörðin hefði gleypt William. 

Það áttu eftir að líða áratugir áður en nokkur sála komst að því hvað varð um William Lesley Arnon. 

Fjöldi ábendinga barst í gegnum árin. William var sagður hafa sést hist og her um Bandaríkin svo og í Suður-Ameríku en allar reyndust þær enda í blindgötu. Ár eftir ár og áratug eftir áratug. 

Það var ekki fyrr en í síðasta mánuði að gátan um William var loksins leyst. Þá voru liðin 56 ár frá flóttanum og 65 ár frá morðunum. 

Back in the day, Oct. 11, 1958: Leslie Arnold confesses to killing parents and leads police to bodies

Sá er leysti málið, rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Westover, hafði upprunalega tekið að sér málið í hálfgerðu gríni árið 2020. Enginn átti von á að það yrði nokkurn tíma leyst. 

Westower ákvað að reyna og fékk DNA sýni hjá bróður Williams, setja inn í gagnabanka og krossa fingur. Og hann datt í lukkupottinn tveimur árum síðar, árið 2022. 

Ástralía

Í ljós kom að William hafði breytt nafni sínu í John Vincent Damon og kvænst einstæðri fjögurra barna móður í Chicago. Þau skildu að nokkrum árum liðnum og flutti William þá til Kalifornu, kvæntist aftur árið 1978, og eignaðist tvö börn með sinni nýju brúði. Fjölskyldan flutti til Nýja-Sjálands á níunda áratug síðustu aldar og þaðan til Ástralíu.

Willam/John hóf störf sem sölumaður í Ástralíu og var það góður í sínu fagi að hann var fljótur að klifra upp metorðastigann. Fjölskyldan hafði það gott í Ástralíu, átti stórt og fallegt einbýlishús í góðu hverfi og var John Vincent Damon þekktur sem ástríkur faðir, eiginmaður og starfsmaður allt þar til hann lést árið 2010. 

WIlliam spilaði mikið á hljóðfæri í fangelsinu.

Tólf árum síðar hafði sonur hans hug á að vita meira um uppruna sinn. Það eina sem sonurinn vissi um föðurfjölskyldu sína var það sem faðir hans hafði sagt honum, að hann hefði orðið munaðarlaus barn að aldri. Ákvað hann því að setja sitt DNA inn í alþjóðlega genabanka í von um að um finna ættingja í Bandaríkjunum.

En eina nafnið sem poppaði upp var Matthew Westover, sem einnig reyndist vera í leit að ættingjum ,,John Vincent Damon.” Westover spjallaði við soninn en sagði honum ekki af hverju hann hefði áhuga á föður hans, hann vildi vera viss um hvort að um Wiilliam Lesley Arnold væri í raun að ræða og tryggja að hann færi ekki á flótta á ný.

En fljótlega kom í ljós að William/John hafði látist 12 árum fyrr og beið Westover það erfiða verkefni að segja fjölskyldu hans sannleikann. 

William með fyrri konu sinni.

Ávallt stoltur

Westover flaug til Ástralíu í mars síðastliðinn, settist niður með eftirlifandi konu William/John og börnum, sagði þeim alla sólarsöguna og sýndi þeim göngin tengd málinu. Til öryggis voru tekin DNA sýni af börnum William/John sem tóku af allan vafa. 

Þeim var eðlilega illa brugðið enda ávallt reynst ástríkur eiginmaður og faðir sem aldrei hafði komist í kast við lögin í Ástralíu og segir Westover það hafa verið erfitt að segja þeim sannleikann. 

Matthew Westover

.,Það er skelfilegt að vitað af því að faðir manns, sem maður elskaði meira en allt, hafi átt slíka fortíð sem ungur maður,“ sagði sonurinn í viðtalið við CNN.

,,En ég kýs að minnast hans sem mannsins sem hann síðar varð, eftir þessar skelfilegu glæpi, yndislegs föður og eiginmanns sem gaf af sér til samfélagsins. Manns sem ég mun alltaf líta upp til og gerði mig að þeim einstakling sem ég er í dag.

Ég mun aldrei harma það að hann var faðir minn og mun ávallt vera stoltur af honum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist