fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Claire þráði að verða TikTok stjarna og stakk fatlaða systur sína til bana – Sýndi aldrei tilfinningar nema þegar fjöldi fylgjenda rauk upp eftir morðið

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Claire Miller átti sér þann eina draum að verða samfélagsmiðlastjarna og hafði þegar safnað að sér 22 þúsund fylgjendum á TikTok. Sem var bara nokkuð gott fyrir 14 ára stelpuskott.

Claire fæddist árið 2007 í Pennsylvaniufylki, ein af tveimur dætrum ástríkra foreldra, Mark og Mary Miller. Claire var sú yngri og fílhraust en eldri systir hennar, Helen, fæddist með heilalömun, cerebral palsy eins og það er nefnt á enska tungu, og var bundin við hjólastól.

Helen þurfti töluvert mikla umönnun vegna veikinda sinna 

Bæði Claire og Helen voru í sama einkaskólanum en þegar Claire var ekki í skólanum gerði hún lítið annað en að gera TikTok myndbönd í herbergi sínu. Hún póstaði undir nafninu @spiritsandsuchconsulting

Claire gerði lítið annað utan skóla en að gera TikTok myndskeið.

Sum myndbönd dekkri en önnur

Flest myndskeiðanna voru ósköp venjuleg, Claire að mæma við sorgleg popplög eða dansa. Stundum setti hún upp kjánalega svipi, sagði brandara eða spilaði á gítar. Hún hafði einnig gaman af að endurgerða vinsæl anime mím, sem föður hennar fannst stórfurðulegt og sum ollu honum ónotatilfinningu.

Í einu myndskeiðanna kvarta hún yfir föður sínum ,,Pabbi er alltaf að segja ð myndböndin mín minni á gay bari í Japan, sem er óþolandi.”

En sum myndbrotanna voru dekkri. Þau voru fljótlega tekin niður en fjöldi manns hafði þá þegar halað þeim niður.

Sést hún þar meðal annars veifa blóðugum plasthanska auk þess þar var að finna uppstoppuð leikföng, þakin blóði. Eða einhverju sem líktist blóði.

Hún átti það einnig til að ræða ofbeldistengda hluti, sem virtist vera lítið annað en óttalegt þvaður 14 ára krakka en eru, eftir á sér, mun dekkri sé betur hlustað. 

Helen Miller

Óhugnaleg útgáfa af kynslóð Z

Sumir hafa sagt Claire vera óhugnanlega útgáfu af því sem kallað er kynslóð Z, krakka og fólks sem fætt er frá því rétt fyrir aldamótin síðustu og til um það bil 2010.

Kynslóð sem er heltekin af samfélagsmiðlum og hefur meiri tækifæri til að tjá sig við heiminn en nokkur önnur kynslóð sögunnar. 

En Claie var ekki sátt við sína 22 þúsund fylgjendur á TikTok. Hún vildi meira. 

Og hvers vegna ekki að slá tvær flugur í einu höggi? Losna við manneskjuna sem hún hafði óbeit á og skapa sér nafn sem tryggði henni frægð. 

Systrunum virtist koma vel saman.

Hataði systur sína

Claire hataði Helen, hina 19 ára systur sína, sem hún taldi stela allri athygli frá sér. Claire hafði verið skikkuð til að hjálpa til við umönnun systur sinnar allt frá því sem hún hafði aldur til en samkvæmt öllum þeim er þekktu fjölskylduna var engan vegin gert upp á milli systranna.

Claire þurfti einfaldlega stundum að leggja sitt af mörkum til aðstoðar sem hún vildi ekki. Hún vildi fá að vera í friði að gera TikTok myndskeið. 

Og hatur hennar á Helen jókst með hverju árinu, þótt hún léti ekki á því bera og nefndi það það aldrei við neinn.

Morðið

Sunnudagurinn 22. febrúar var ósköp venjulegur á Miller heimilinu. Þegar leið á kvöld sögðu fjölskyldumeðlimir góða nótt og hver fór í sitt herbergi að sofa. 

Enginn veit í raun hvort Claire hafði planað það sem gerðist næst eða hvort um skyndiákvörðun var að ræða en um kl. 1 um nóttina læddist hún inn í herbergi systur sinnar. Með stóran eldhúshníf. Helen var steinsofandi þegar að Claire stakk Helen ítrekað í hálsinn og setti síðan kodda yfir andlit hennar. 

Hún hringdi á lögregluna klukkan 01:08, sagðist hafa myrt systur sína, og vöknuðu foreldrar hennar við komu lögreglu og fengu hinar skelfilegu fréttir að yngri dóttir þeirra hefði myrt fatlaða eldri systur sína. 

Miller heimilið.

Claire stóð úti í garði og beið eftir komu lögreglu. Það fyrsta sem hún sagði var; ,Ég stakk systur mína.”

Fyrst áleit lögregla að Clarie væri í áfalli og vissi ekki hvað hún væriað segja. En við nánari athugun virtist ekki svo vera, þrátt fyrir að náttföt hennar væru þakin blóði var hún skælbrosandi. 

Lýsti sig saklausa

Einn lögreglumannanna fjarlægði koddann af andliti Helenar og sá hnífinn standa út úr hálsi hennar. Hendur hennar voru upp við andlitið, líkt og hún hefði reynt að verja sig, og helen va alblóðug og rúmið útataði í blóð. 

Það voru þegar hafnar endurlífgunartilraunir á meðan beðið var eftir sjúkraflutningafólki. En það var því miður of seint og Helen var úrskurður látinn klukkan rúmlega fjögur um nóttina. 

„Ég hef aldrei komist í jafn mikið uppnám og þegar ég frétti af þessu,” sagði lögreglustjóri Manhein Township, þar sem fjölskyldan býr. ,,Þetta er svo ótrúlega sorglegt.”

Claire Miller, með andlitið hulið. á leið í réttarsal.

Claire var handekin og ákærð fyrir morð. Þar sem morð er undanþegið lögum um lágmarksaldur geranda í Pensilvaníu var réttað yfir henni sem fullorðnum einstakling. Hún lýsti sig saklausa.

Morðið skók þetta tæplega 60 þúsund manna samfélag en engin orð fá lýst sorg Mark og Marie Miller. Eldri dóttir þeirra var látin af völdum þeirrar yngri sem sá fram á allt að ævilangt fangelsi, jafnvel dauðadóm. 

Langt í næstu TikTok færslu

Verjendur Claire héldu því fram að hún væri veik á geði. Hún hafði verið í meðferð hjá sálfræðingi þega að morðið átti sér stað og hafði greinst með þunglyndi. Var hún á þunglyndislyfjum en engum öðrum lyfjum né efnum. 

Dómari tók tillit til þess en sagðist samt sem áður telja að Claire hefði fullvel vitað hvað hún var að gera þegar að hún myrti systur sína. 

Hún var nú í mars síðastliðin dæmd til fangelsisvar að lágmarki tólft og hálft ár og að hámarki 40 ár. Hún er 16 ára. 

Það e rlangt í að Claire komist á samfélagsmiðla.

Claire sagði varla orð allan tímann frá handtöku til dóms né sýndi hún iðrun eða aðrar tilfinningar.

Nema þegar hún skoðaði TikTok reikninginn sinn og sá að hún hafði bætt við sig 11 þúsund fylgjendum eftir að morðið fréttist. Þá hló hún og fagnaði mjög. En það stóð ekki lengi því yfirvöld létu loka reikningnum.

Það verða tólf og hálft til fjörutíu ár þar til Claire Miller kemst næst inn á TikTok. Eða hvað sem þá verður hipp og kúl. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni