fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Tvítug stúlka látin eftir handahófskennda árás

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. apríl 2023 15:00

Alexa var aðeins tvítug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona hinnar tvítugu Alexu Bartell vissi að eitthvað væri að þegar símasambandið við hana rofnaði skyndilega á miðvikudagskvöld.

Alexa var að keyra heim til sín í Arvada í Colorado að kvöldi miðvikudags og lá vel á henni þegar hún ræddi við vinkonu sína.

Þegar sambandið rofnaði notaði vinkona Alexu app í símanum til að rekja ferðir hennar. Sá hún að Alexa var kyrrstæð og virtist vera utan vegar.

Vinkonan fór á vettvang og kom þá að vinkonu sinni látinni undir stýri. Í ljós kom að grjóthnullungi hafði verið kastað í gegnum framrúðuna og lenti hann í höfði Alexu.

Lögregla fékk fleiri tilkynningar um svipuð tilvik þetta sama kvöld. Á tveggja klukkustunda tímabili var grjóti kastað í fimm bíla og lentu hnullungarnir í framrúðum fjögurra þeirra. Engin slys urðu á fólki í þeim tilfellum.

Leitar lögregla nú að hinum grunuðu og hefur biðlað til almennings um upplýsingar. Virðist sem grjótinu hafi verið kastað úr öðrum bílum eða einhver hafi verið í felum utan vegar og kastað grjótinu þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana