fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sláandi tíðindi í máli Madeleine McCann – Líklegur ódæðismaður þarf ekki að svara til saka

Pressan
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 14:00

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie. Henni var rænt þetta sama kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Brückner, alræmdur barnaníðingur og kynferðisbrotamann, er grunaður um að vera valdur að hvarfi Madeleine McCann, breska stúlkubarninu sem hvarf úr hótelíbúð í Algarve í Portúgal vorið 2007, er hún var fjögurra ára.

Brückner bjó í Algarve um það leyti sem barnið hvarf en hann afplánar nú í fangelsi í Braunschweig dóma fyrir kynferðisbrot og er til rannsóknar vegna fleiri brota. Hefur hann meðal annars verið kærður fyrir önnur kynferðisbrot sem áttu sér stað í Algarve um það leyti sem McCann hvarf. Eru rannsakendur nánast sannfærðir um að Brückner beri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar.

Þýskur dómstóll í Braunschweig hefur nú úrskurðað að rannsakendur hafi ekki lögsöga í málinu til að sækja Brückner til saka. Lögmaður barnaníðingsins Friedrich Fulscher, greindi frá niðurstöðunni, en hann hefur nú farið fram á að málið gegn Brückner verði þegar í stað látið niður falla.

Um sannkallað reiðaraslag er að ræða fyrir foreldra Madeleine McCann, Kate og Gerry, sem hafa verið óþreytandi við að grafa upp hvað varð um dóttur þeirra.

Christian Brückner er talinn hafa rænt og myrt Maddie.

Brückner hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu og líkt því við nornaveiðar. Engar sannanir séu fyrir hendi um að hann beri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar.

Fulltrúi saksóknara í Braunschweig gagnrýndi að lögmaður Brückner hefði fengið dóminn á undan embættinu. Fyrst myndu rannsakendur skoða úrskurðinn og taka svo ákvörðun um næsta skref, sem gæti þýtt að mál yrði höfðað fyrir öðrum dómstól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga