Marth annaðist þjálfun piltsins í Northampton Area High School í Pennsylvania en hann leggur stund á spjótkast.
Þau stunduðu kynlíf og hefur Marth játað að þau hafi átt í ástarsambandi í maí 2021 og pilturinn hefur sömuleiðis skýrt frá þessu sambandi þeirra.
New York Post segir að Marth hafi verið kærð fyrir að beita piltinn kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt sem þjálfari hans. Saksóknari segir að hún hafi misnotað það traust sem pilturinn hafi átt að geta borið til hennar sem þjálfara, en alvarlegast sé að hún hafi brotið lög.
Marth kom fyrir dómara í síðustu viku en var látinn laus gegn greiðslu tryggingar.