fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Sydney ekki lengur fjölmennasta borg Ástralíu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 17. apríl 2023 08:37

Sydney er ekki lengur fjölmennasta borg Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sydney hefur verið fjölmennasta borg Ástralíu í rúm hundrað ár en nú hefur önnur borg tekið fram úr henni í mannfjölda.

BBC greinir frá því að Melbourne sé nú fjölmennari og er það í fyrsta sinn frá því seint á 19. öld sem það gerist en þá stóð gullæðið sem hæst.

Samkvæmt nýbirtum tölum sem taka til mannfjölda í júní 2021 voru íbúar Melbourne 4.875.400, eða 18.700 fleiri en íbúar Sydney.

Sú breyting var gerð fyrir skemmstu að bærinn Melton í úthverfi Melbourne var tekinn inn í íbúafjölda borgarinnar og þar með varð hún fjölmennari en Sydney.

Stór-Sydney-svæðið, þar er borgin sjálf, úthverfi og tengd sveitarfélög, er enn fjölmennari en stór-Melbourne-svæðið en áströlsk yfirvöld telja Melbourne muni skjótast fram úr Sydney í þeim efnum árið 2031 eða þar um bil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife