Hún var handtekin á flugvellinum þar í janúar eftir að tollverðir fundu þrjú kíló af kókaíni í ferðatöskunni hennar.
Mál Farias, sem er brasilísk, hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega í ljósi þess að ákæruvaldið hefur sagt að farið verði fram á þyngstu hugsanlegu refsingu yfir henni, dauðadóm.
Á Balí er dauðadómum framfylgt með því að hinir dæmdu eru færðir fyrir aftökusveit sem skýtur þá til bana.
Verjandi Farias hefur ekki gefið upp von um að hún verði sýknuð og segir hana saklausa og að hún hafi verið blekkt til að smygla fíkniefnum. Það hafi aðili, sem hún hélt að hún gæti treyst, gert.
Farias segir að hún hafi verið talin á að fara til Balí til að læra á brimbretti og að henni hafi verið sagt að þar sé hof þar sem hún gæti beðið fyrir móður sinni sem glímir við alvarleg veikindi.
Eins og áður sagði, þá á hún dauðadóm yfir höfði sér ef allt fer á versta veg fyrir dómi. Á Balí er fólk oft dæmt í ævilangt fangelsi ef það sleppur við dauðadóm.