fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 20:00

Corinna Schumacher hefur staðið sem klettur við hlið eiginmanns síns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher hefur verið föst í fangelsi undanfarin áratug eða síðan að kappaksturskappinn lenti í alvarlegu skíðaslysi og örkumlaðist. Þetta segir fjölskylduvinurinn Eddie Jordan, fyrrum stjórnandi samnefnds kappakstursliðs í Formúlu 1.

Mikið hefur mætt á Corinnu síðan slysið átti sér stað. Hún hefur verið einskonar verndarengill eiginmanns síns og séð um að friðhelgi einkalífs hans sé virt. Það hefur hún gert svo óaðfinnanlega að lítið hefur lekið út um ástand hans. Auk þess að stjórna öllu sem við kemur heimilislífinu og umönnun Michael þá hefur Corinna aðstoðað Mick, son þeirra, við feril hans sem Formúlu 1-ökumaður þar sem hann heldur Schumacher-nafninu á lofti.

Sýndi því fullan skilning að fá ekki að hitta vin sinn

Þá ræðir hún svo gott sem aldrei við fjölmiðla og því gaf viðtali við fjölskylduvininn Jordan sjaldgæfa sýn inn í líf Schumacher-fjölskyldunnar. Hann upplýsir að skömmu eftir slysið hafi Corinna bannað sér að hitt Michael vin sinn. Þá ákvörðun segist hann skilja fullkomlega.

„Þetta er hræðileg staða fyrir Corinnu og Mick. Í tíu ár hefur Corinna ekki getað farið í partý, hitt vini sína í hádegisverð eða slíka eðilega hæuti. Hún er eins og fangi og ástæðan er sú að allir vilja ræða við hana um stöðuna á Michael og hún þarf síst af öllu á því að halda að vera stöðugt minnt á stöðu mála.

Eftir slysið ákvað Corinna að aðeins nánasta fjölskylda fengi að heimsækja sjúkrabeð Michael. Eina undantekningin á því var annar fjölskylduvinur, Jean Todt, fyrrum yfirmaður Ferrari.

Sendi hlýjar og fallegar kveðjur

„Friðhelgin skiptir svo miklu máli í íþróttum, viðskiptum og einkalífinu. Corinna setti stífar reglur eftir slysið og leyfði bara fáum að Michael sem er skiljanlegt enda var ágangurinn mikill. Hún sendi mér hlýjar og fallegar kveðjur og sagðist þurfa að takmarka gestaganginn. Hún er afar indæl og ég hef þekkt hana lengi, meira að segja áður en hún og Michael fóru að stinga saman nefjum,“ segir Jordan.

Jordan stjórnaði samnefndu F1-liði frá árinu 1991 þar sem Michael og bróðir hans Ralf stigu sín fyrstu skref í íþróttinni.  Jordan seldi svo liðið árið 2005 en hefur síðan verið viðloðandi íþróttina sem sérfræðingur í fjölmiðlum.

Lítið er vitað um raunverulegt ástand Schumacher. Hann er sagður eiga í erfiðleikum með að tjá sig og fréttir af því að hann geti gengið sjálfur, sem á sínum tíma fóru á flug í fjölmiðlum, voru dregnar tilbaka. Corinna hefur lítið sem ekkert tjáð sig um eiginmann sinn en gerði undantekningu í Netflix-heimildarmyndinni Schumacher.

„Ég sakna Michael á hverjum degi. En það er ekki bara ég sem sakna hans. Börnin okkar, fjölskylda, faðir hans og allir sem umgengust hann. Það sakna allir Michael en hann er ennþá hér. Hann er öðruvísi en hann var en hann er enn hér og það veitir okkur styrk,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún