fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Getur orðið tifandi tímasprengja

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 07:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldar á norðurhveli jarðar losa venjulega 10% af þeim koltvísýringi sem losnar út í andrúmsloftið í skógareldum á heimsvísu. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þá var hlutfallið 23% árið 2021.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem kemur fram að skógareldum á norðurhveli fari fjölgandi og það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir jörðina okkar. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að rannsóknin hafi sýnt fram á að skógar á norðurhveli séu tifandi tímasprengjur og ef þær springi þá geti þær haft áhrif á hnattræna hlýnun.

„Skógar á norðurhveli geta verið tifandi tímasprengja úr koltvísýringi og sú aukning sem við höfum séð að undanförnu, vegna skógarelda, fær mig til að óttast að klukkan tifi,“ sagði Steven Davis, einn höfunda rannsóknarinnar og starfsmaður University of California, í fréttatilkynningu.

Venjulega losa skógareldar í löndum á borð við Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum um 10% af heildarlosun koltvísýrings út í andrúmsloftið árlega en 2021 var hlutfallið 23%.  Helsta ástæðan voru miklir þurrkar og hitabylgjur í Síberíu og Kanada.

Skógarnir á norðurhveli eru þeir stærstu á jörðinni og innihalda mikið af koltvísýringi. Þegar þeir brenna losnar 10-20 sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en frá öðrum vistkerfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Í gær

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn