fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að berja föður sinn til dauða með kampavínsflösku

Pressan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dekan Singh Vig var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt 86 ára föður sinn, Arjan Singh Vig, á heimili þeirra í Southgate í norðurhluta Lundúna í október 2021. Hann barði hann til bana með kampavínsflösku. Hann var ölvaður og í miklu reiðikasti þegar þetta gerðist.

Sky News segir að lögreglan hafi fundið 100 kampavínsflöskur og 10 kassa af viskíi, sem hafði verið pantað frá netverslun Amazon. Einnig fannst ein tóm viskíflaska í húsinu.

Fyrir dómi kom fram að lögreglumenn hafi fundið lík Arjan á svefnherbergisgólfi Dekan. Dekan, sem er 54 ára, var nakinn og við hlið hans um 100 kampavínsflöskur, þar á meðal blóðugar flöskur af Veuve Cliquot og Bollinger.

Ég drap föður minn. Ég lamdi hann í höfuðið með helvítis Bollingerkampavínsflösku,“ sagði hann við lögreglumennina.

Fyrir dómi sagði saksóknari að Arjan hefði verið lamin margoft í höfuðið með fullri kampavínsflösku og hafi hann hlotið mikla áverka og látist nær samstundis.

Dekan hafði búið með foreldrum sínum í fjögurra herbergja húsi þeirra í um 40 ár. Hann varð háður áfengi á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna