The Guardian segir að skilagjald verði sett á plastflöskur en ekki glerflöskur. Náttúruverndarsinnar gagnrýna þetta og segja að með því undanskilja glerflöskur missi ríkisstjórnin af góðu tækifæri og undanskilji þannig mikinn mengunarvald.
Segja náttúruverndarsinnar að með þessu verði enska kerfið ólíkt kerfunum í Skotlandi og Wales og komi í veg fyrir að samhæft kerfi verði i löndunum þremur.
En þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að taka upp skilagjaldskerfi þá verður það ekki tekið í notkun fyrr en á næsta ári en þá verða sex ár liðin síðan að þáverandi ríkisstjórn tilkynnti að taka ætti upp skilagjaldakerfi.