fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Þetta eru dýrustu borgir heims

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 19:00

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er misjafnt hvað það kostar að framfleyta sér í borgum og löndum heimsins. Þetta getur auðvitað skipt ferðamenn miklu máli því laun þeirra eru ekki alltaf hlutfallslega í samræmi við framfærslukostnaðinn á áfangastað þeirra. En hvaða borgir eru þær dýrustu?

Þessu er svarað í samantektinni Cost of Living Index sem Numbeo gerði.

Á topp tíu yfir dýrustu borgirnar eru sex svissneskar. Þetta eru Basel, Zurich, Lausanne, Zug og Bern sem eru í öðru til sjötta sæti listans. Genf er í níunda sæti.

Á toppnum trónir Hamilton á Bermúda.

New York er í ellefta sæti en París er í 69. sæti og London í 82. sæti. Tókýó er í 87. sæti.

Á Cost of Living Index er almennt verðlag í 540 borgum um allan heim borið saman. Inni í þessum samanburði er til dæmis verð á matvöru, verð á veitingahúsum og samgöngum. Einnig er húsaleiga tekin með.

Ef borg á listanum fær töluna 120 í útkomu þá þýðir það að Numbeo telur að framfærslukostnaðurinn í henni sé um 20% hærri en í New York og er húsaleiga þá ekki tekin með í reikninginn.

Samkvæmt niðurstöðunni þetta árið þá er um helmingi ódýrara að borða á veitingastað í Tókýó en í New York. Af þeim sökum er Tókýó svona neðarlega á listanum.

Ef litið er á norrænar borgir á listanum þá er Osló í 14. sæti, Reykjavík í 24. sæti,  Kaupmannahöfn í 33. sæti, Stokkhólmur í 110. sæti og Helsinki í 133. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!