Þessu er svarað í samantektinni Cost of Living Index sem Numbeo gerði.
Á topp tíu yfir dýrustu borgirnar eru sex svissneskar. Þetta eru Basel, Zurich, Lausanne, Zug og Bern sem eru í öðru til sjötta sæti listans. Genf er í níunda sæti.
Á toppnum trónir Hamilton á Bermúda.
New York er í ellefta sæti en París er í 69. sæti og London í 82. sæti. Tókýó er í 87. sæti.
Á Cost of Living Index er almennt verðlag í 540 borgum um allan heim borið saman. Inni í þessum samanburði er til dæmis verð á matvöru, verð á veitingahúsum og samgöngum. Einnig er húsaleiga tekin með.
Ef borg á listanum fær töluna 120 í útkomu þá þýðir það að Numbeo telur að framfærslukostnaðurinn í henni sé um 20% hærri en í New York og er húsaleiga þá ekki tekin með í reikninginn.
Samkvæmt niðurstöðunni þetta árið þá er um helmingi ódýrara að borða á veitingastað í Tókýó en í New York. Af þeim sökum er Tókýó svona neðarlega á listanum.
Ef litið er á norrænar borgir á listanum þá er Osló í 14. sæti, Reykjavík í 24. sæti, Kaupmannahöfn í 33. sæti, Stokkhólmur í 110. sæti og Helsinki í 133. sæti.