Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið klukkan 14.30 að staðartíma. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svo virðist sem ísbjörninn hafi farið inn í þorpið og elt nokkra íbúa. Hann hafi banað fullorðinni konu og ungum dreng.
Lögreglumenn og fulltrúar umhverfisverndaryfirvalda munu fara til Wales um leið og veður leyfir.
Wales er afskekkt þorp þar sem um 150 manns búa, aðallega frumbyggjar.