fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Einræðisherra í krísu – Grætur, borðar og drekkur óhóflegt magn áfengis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 07:30

Kim Jong-un er sagður gráta, drekka og borða. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóreski einræðisherrann Kim Jong-un glímir nú við krísu vegna aldurs síns að mati sérfræðingar. Einræðisherrann verður fertugur á næsta ári og segja sérfræðingar að þessi tímamót leggist þungt á hann og valdi því að hann reyki, drekki og borði of mikið. Hann er því miðaldra karlmaður í krísu.

The Telegraph hefur eftir Dr Choi Jinwook, norðurkóreskum fræðimanni sem býr í Seoul í Suður-Kóreu, að einræðisherrann sé „einmana“. „Ég hef heyrt að hann gráti mikið og drekki mikið. Hann er einmana og undir álagi,“ sagði hann.

The Telegraph segir að einræðisherrann hafi verið beðinn um að hreyfa sig meira og láta af óhollum lífsháttum og hafi bæði eiginkona hans og læknar beðið hann um þetta.

Sumir sérfræðingar telja það vera merki um að hann glími við heilbrigðisvandamál að hann sést lítið opinberlega þessar vikurnar. „Honum finnst hann örugglega dauðlegri núna en fyrir þremur árum og hann var líklega með COVID-19 fyrr á árinu,“ sagði Peter Ward, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu og doktor við Kookmin háskólann í Seoul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist