Hann starfaði sem lögreglumaður þar til í október 2021 þegar hann var handtekinn. Mál hans hefur vakið mikinn óhug meðal bresku þjóðarinnar og valdið lögreglunni álitshnekki.
BBC segir að flest brotin hafi Carrick framið í Hertfordshire þar sem hann bjó.
Hann játaði 48 ákæruliði í desember og í gær bættist enn ein játningin við fyrir dómi en þá játaði hann fjórar nauðganir og að hafa lokað konu inni og haldið fanginni árið 2003.
Brot hans áttu sér stað frá 2003 til 2020. Lögreglan reiknar með að enn fleiri fórnarlömb muni gefa sig fram.
Lögreglan hefur beðist afsökunar opinberlega og viðurkennt að hún hefði átt að uppgötva afbrotamynstur hans fyrr. Þar sem hún hafi ekki gert það hafi hún misst af tækifæri til að losa sig við hann. Barbara Gray, aðstoðarlögreglustjóri, viðurkenndi að staða Carricks sem lögreglumanns gæti hafa orðið til þess að fórnarlömb hans urðu fleiri en annars hefði orðið.