fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Pressan

Fjölskyldan hélt að hún væri lifandi – Líkið var uppþornað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 21:00

Rina Yasutake

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglan fann lík Rina Yasutake heima hjá henni voru nokkrar vikur liðnar síðan hún lést. Lyfsali í North Yorkshire hafði tilkynnt lögreglunni um að hugsanlega væri eitthvað að heima hjá henni vegna þess að ættingjar hennar komu ítrekað og keyptu sótthreinsispritt.

Þetta kom fram þegar dánardómsstjóri tók málið nýlega fyrir. Sky News segir að rannsókn lögreglunnar hafi ekki varpað ljósi á hver dánarorsök Yasutake var. Hún bjó með móður sinni og systkinum í Helmsley í North Yorkshire.

Það var í september 2018 sem lyfsalinn tilkynnti lögreglunni um grunsemdir sínar í kjölfar þess að systkini Yasutak, sem eru 51 og 56 ára, komu ítrekað til að kaupa sótthreinsispritt.

Lík Yasutak var á dýnu á gólfinu og var sæng breidd yfir það. Hún var 49 ára þegar hún lést. Ljóst var að hún hafði verið látin vikum saman.

En fjölskylda hennar hélt að hún væri á lífi. Nichola Holden, sem stýrði rannsókn lögreglunnar, sagði fyrir dómi að fjölskyldan hefði verið sannfærð um að Yasutak væri lifandi og hafi haldið fast í þá trú í marga mánuði eftir að lögreglan fann lík hennar.

Systkini hennar og móðir, sem er áttræð, voru kærð fyrir ósæmilega umgengni við lík og að hafa komið í veg fyrir jarðsetningu þess. Fallið var frá kærunni þegar lögreglan komst að því að fjölskyldan, sem er frá Japan, þjáist af sjaldgæfum andlegum veikindum.

Réttarmeinafræðingur sagði að ekkert hafi komið fram við rannsókn sem bendi til að einhver utanaðkomandi hafi átt hlut að andláti Yasutak. Hún var hæfileikarík og fékk á sínum tíma styrk til að stunda nám við Cambridge háskólann.

Hún vann ekki eftir að hún lauk námi og bjó með fjölskyldu sinni í Helmsley næstu 20 árin, eða þar til hún lést.

Lögmaður fjölskyldunnar sagði fyrir dómi að hún væri „úr takti við umheiminn og einangruð“. Meira að segja þegar notast var við túlk í samræðum við fjölskylduna hafi það verið erfitt því hún tali sína eigin málýsku.

Holden sagði að fjölskyldan hafi ekki haft neinar leiðir til að hafa sambandi við umheiminn og hafi ekki átt útvarp né sjónvarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópubúar snúa baki við Teslu

Evrópubúar snúa baki við Teslu
Pressan
Í gær

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni