fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Vinsamlegast, ekki fá ykkur hænu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsinnar hvetja Nýsjálendinga til að fá sér ekki hænur til að bregðast við eggjaskorti í landinu. Mikill áhugi hefur vaknað meðal þjóðarinnar á að fá sér hænur vegna eggjaskortsins.

The Guardian segir að eggjahillur verslana hafi nánast verið tómar frá áramótum en þá tók bann við því að hafa hænur í búrum gildi.

Það var 2012 sem þáverandi ríkisstjórn ákvað að það skyldi verða óheimilt að halda hænur í búrum. Þá voru 86% varphæna í búrum. Í lok síðasta árs var hlutfallið komið niður í 10% og á nýársdag tók bann við því að halda hænur í búrum gildi.

Eggjaframleiðendur segja að þá vanti mörg hundruð þúsund hænur til að geta annað eftirspurn og segja að það geti tekið marga mánuði að ná jafnvægi á markaðnum á nýjan leik.

Skömmtum á eggjum og tómar hillur virðast hafa kveikt drauma hjá mörgum um að fara að halda hænur. Mikil aukning hefur orðið í leit á Internetinu með orðum sem tengjast hænum og hænsnahaldi.

Dýraverndarsamtökin SPCA hvetja landsmenn til að vera ekki að fá sér hænur nema þeir geti annast þær til langframa. Samtökin benda á að hænur geti lifað í áratug eða lengur en verpi kannski bara fyrstu tvö til þrjú árin og það geti liðið nokkrir mánuðir þar til þær byrja að verpa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup