fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Réttarhöld hafin yfir hjólreiðamorðingjanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 21:00

Manhattan, New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 2017 var hryðjuverk framið í New York, það mannskæðasta síðan í september 2001. Nú eru réttarhöld í málinu hafin.

Það var í október 2017 sem úsbekski ríkisborgarinn Sayfullo Saipov ók bílaleigubíl, pallbíl, eftir fjölförnum hjólastíg á Manhattan. Átta létust og tólf slösuðust að sögn New York Times.

Á mánudaginn hófust réttarhöld yfir Saipov.

Af þeim átta sem létust, þá voru fimm argentínskir ferðamenn og einn frá Belgíu. Hin tvö fórnarlömbin voru Bandaríkjamenn. Meðal þeirra sem slösuðust er barn sem hlaut heilaskaða þegar Saipov ók á skólabíl.

Á fyrsta degi réttarhaldanna sagði verjandi hans að Saipov hafi talið árásina réttlætanlega og að hann myndi deyja píslarvættadauða.

Saksóknari sagði að hann hefði framið hryðjuverkið til að verða hluti af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Ef Saipov verður sakfelldur á hann dauðadóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni