Þegar Musk var á toppi listans í nóvember 2021 voru eignir hans metnar á 340 milljarða dollara að sögn CNN. Hann hefur því tapað 200 milljörðum dollara og er fyrsti einstaklingurinn til að gera það að sögn Bloomberg.
Megnið af auði Musk er bundinn í Tesla en hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 65% í verði á síðasta ári.
Musk greiddi 44 milljarða dollara fyrir Twitter og það hefur ekki orðið hlutabréfum í Tesla til hjálpar né persónulegum auð Musk. Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir 23 milljarða dollara síðan fréttist í apríl að hann hefði áhuga á að kaupa Twitter.