En Musk hefur gripið til ýmissa umdeildra aðgerða eftir kaupin. Hann hefur til dæmis lokað aðgöngum þar sem fylgst er með ferðum einkaflugvélar hans. Auk þess sagði hann um helmgi starfsfólksins upp.
Nýlega bárust fréttir af því að Twitter hefði ekki greitt húsaleigu og að mál hafi verið höfðað vegna þess.
Þetta virðist bara vera toppurinn á ísjakanum og sífellt koma fleiri mál fram í dagsljósið.
Í byrjun desember rak Musk hreingerningarfólkið til að spara. The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir starfsfólki fyrirtækisins að þar sé allt meira og minna í upplausn. „Fólk situr þröngt á litlum skrifstofum. Það er líkamslykt og lykt af gömlum mat,“ hefur blaðið eftir fjórum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum.
Þeir sögðu einnig að salernin séu orðin mjög skítug og ógeðsleg eftir að hreingerningarfólkið var rekið. „Af því að hreingerningarfólkið var rekið hefur starfsfólkið neyðst tii að taka klósettpappír með í vinnuna,“ sögðu heimildarmennirnir.