fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Hitamet féllu víða í Evrópu um áramótin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitamet féllu víða um Evrópu um áramótin. Í að minnsta kosti átta löndum mældist hæsti hiti sem mælst hefur í janúar. Þetta var meðal annars í Danmörku, Póllandi, Tékklandi, Hollandi, Hvíta-Rússlandi, Litháen og Lettlandi.

The Guardian skýrir frá þessu og hefur eftir Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingi sem fylgist með öfgahitum.

Í Korbielow í Póllandi fór hitinn í 19 gráður en það er 18 gráðum hærri hiti en er að meðaltali í janúar.

Í Javorník í Tékklandi mældust 19,6 gráður en meðalhitinn þar á þessum árstíma er 3 gráður.

Í Vysokaje í Hvíta-Rússlandi er hitinn venjulega um frostmark í janúar en á nýársdag mældist hitinn þar 16,4 gráður en gamla hitametið í janúar var 11,9 gráður.

Annars staðar í álfunni féllu hitamet á mörg þúsund veðurstöðvum, þar af 950 í Þýskalandi einu.

Herrera sagði að líta megi á þessa miklu janúarhita sem mestu veðuröfganna sem hafa herjað á Evrópu. Það sé hægt að færa rök f yrir að þetta sé í fyrsta sinn sem öfgaveður í Evrópu, hvað varðar öfgahita, sé sambærilegt við það sem gerist í Norður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn