fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tveir skotnir í Stokkhólmi – „Það var blóð út um allt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:21

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru skotnir við lestarstöð í Jordbro í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Annar lést af völdum áverka sinna en hinn liggur á sjúkrahúsi.

„Ég var á leið niður af brautarpallinum og sá mann liggja í tröppunum. Það var blóð úti um allt,“ hefur Aftonbladet eftir sjónarvotti.

Tilkynnt var um árásina klukkan 15.48. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún tvo menn, sem höfðu verið skotnir, nærri lestarstöðinni.

25 ára karlmaður lést af völdum áverka sinna en hinn, sem er á fertugsaldri, liggur á sjúkrahúsi. Hann var skotinn í fót og maga.

Árásin var gerð á annatíma á lestarstöðinni og því var fjölmenni við vettvanginn.

Aftonbladet segir að hinn látni hafi verið látinn laus úr fangelsi fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafði hlotið átta ára dóm fyrir morðtilraun og fíkniefnalagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur