„Ég var á leið niður af brautarpallinum og sá mann liggja í tröppunum. Það var blóð úti um allt,“ hefur Aftonbladet eftir sjónarvotti.
Tilkynnt var um árásina klukkan 15.48. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún tvo menn, sem höfðu verið skotnir, nærri lestarstöðinni.
25 ára karlmaður lést af völdum áverka sinna en hinn, sem er á fertugsaldri, liggur á sjúkrahúsi. Hann var skotinn í fót og maga.
Árásin var gerð á annatíma á lestarstöðinni og því var fjölmenni við vettvanginn.
Aftonbladet segir að hinn látni hafi verið látinn laus úr fangelsi fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafði hlotið átta ára dóm fyrir morðtilraun og fíkniefnalagabrot.