fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Jeremy Renner birtir mynd af sér á sjúkrabeði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 06:54

Renner á sjúkrabeði. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner birti mynd af sér á Instagram fyrir nokkrum klukkustundum þar sem hann sést liggja í sjúkrarúmi. Hann slasaðist lífshættulega á sunnudaginn þegar hann lenti undir snjóruðningstæki við hús sitt í Washoe County í Nevada.

„Takk fyrir hlý orð ykkar,“ skrifar Renner í færslunni og bætir við að ástand hans leyfi ekki að hann skrifi meira en þetta og að hann sendi hlýjar kveðjur til allra.

Það leynir sér ekki á myndinni að hann er með glóðarauga, áverka í andliti og með súrefnisslöngu í nös.

Fjölmiðlafulltrúi hans sagði á mánudaginn að ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Hann hlaut meðal annars alvarlega áverka á brjóstkassa.

Skjáskot af færslu Renner á Instagram.

 

 

 

 

 

Lögreglustjórinn í Washoe County sagði í gær að Renner hafi lent undir snjóruðningstæki sínu eftir að hann hafði notað það til að grafa bílinn sinn upp úr snjó.

Tækið er af gerðinni PistenBully og er um sex tonn. Það fór af stað þegar Renner var farinn út úr því til að ræða við fjölskyldumeðlim.

Renner reyndi að komast aftur í bílstjórasætið til að geta stöðvað tækið en það tókst ekki og lenti hann undir tækinu.

Renner er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hawkeye í Avengers-myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon