Samkvæmt lögunum þá getur ráðið hækkað lágmarkslaun starfsfólks á skyndibitastöðum úr 15 dollurum á tímann í 22. Þetta mun þá aðeins gilda um keðjur sem eru með að minnsta kosti 100 veitingastaði á landsvísu.
CNN Business skýrir frá þessu.
Núna eru lágmarkslaunin 15 dollarar hjá fyrirtækjum í Kaliforníu sem eru með fleiri en 26 starfsmenn. Samkvæmt frumvarpinu eiga lágmarkslaunin að hækka í 22 dollara en það svarar til um 3.100 íslenskra króna.
Eigendur skyndibitastaða eru ekki sáttir við þetta og hafa brugðist ókvæða við og segja að þetta geti neytt þá til að hækka verðið á veitingastöðunum.