fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Anna komst inn í Mar-a-Lago og hitti Trump – Hvað vildi hún? Hver er hún?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 05:56

Anna með Donald Trump. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin fallega og heillandi Anna de Rothschild birtist á Palm Beach á Flórída tók ríka og valdamikla fólkið strax vel á móti henni. Hún fékk aðgang að Mar-a-Lago, heimili Donald Trump fyrrum forseta, þar sem íhaldssamir Repúblikanar flykkja sér um forsetann fyrrverandi. Hún sat fyrir á ljósmynd með Trump, áhrifamönnum úr Repúblikanaflokknum og auðmönnum sem fjármagna starfsemi Repúblikanaflokksins.

„Við héldum að afi hennar ætti peninga og að hann væri olígarki,“ sagði Paul Barton, íhaldssamur fjárfestir, í samtali við Pittsburgh Post-Gazette.

Áfallið var því mikið í mars þegar í ljós kom að það eina sem Anna hafði sagt satt um var að skírnarnafn hennar væri fjórir stafir. Það var þó ekki Anna, heldur Inna og eftirnafnið hljómaði ekki mjög enskt, Jastjysjyn.

Hún ólst ekki  upp á auðmannsheimili í Evrópu, heldur í Illinois og var dóttir úkraínsks vöruflutningabílstjóra. Reynsla hennar úr viðskiptaheiminum samanstóð af gjaldþrota góðgerðasamtökum sem eru til rannsóknar vegna gruns um glæpsamlegt athæfi.

Anna var með fölsuð bandarísk og kanadísk vegabréf í fórum sínum. Hvort hún var útsjónarsamur svikahrappur, flugumaður eða eitthvað þaðan af verra er enn óljóst.  Hvað hún ætlaði sér að fá út úr því að vera í félagsskap ríka fólksins á Palm Beach er ekki vitað en verið er að rannsaka það.

Charles Marion, sérfræðingur í öryggismálum sem starfaði áður fyrir Secret Service, sagði í samtali við Pittsburgh Post-Gazette að spurningin sé hvort um svikastarfsemi hafi verið að ræða eða öryggisógn.

Það tók Önnu, sem er rússneskumælandi, mjög skamman tíma að komast í návígi við þungaviktarfólk í bandarískum stjórnmálum og var ekki erfitt.

Alríkislögreglan FBI rannsakar nú hvað Önnu gekk til með þessu og hvort hún tengist skipulögðum rússneskum glæpasamtökum eða jafnvel rússneskum yfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga