fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Viltu draga úr líkunum á ótímabæru andláti? Þetta eru þær íþróttir sem vinna mest gegn ótímabærum dauða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 13:30

mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viltu lifa lengur? Lifa heilbrigðara lífi? Þá er bara að velja einhverja íþrótt eða hreyfingu sem þér finnst gaman að og byrja. Það er eiginlega hægt að velja hvað sem, svo lengi sem það krefst hreyfingar. Til dæmis sund, hlaup, hjólreiðar, tennis, hnit, golf eða göngu.

Svo virðist sem allt þetta dragi úr líkunum á ótímabærum dauða og dauða af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var nýlega birt í JAMA Network Open. CNN skýrir frá þessu.

Það var the National Cancer Institute í Bandaríkjunum sem vann úr svörum 272.000 manns á aldrinum 59 til 82 ára. Fólkið svaraði spurningum um hvað það gerði í frístundum en spurningalistinn var hluti af stærri rannsókn á vegum heilbrigðisyfirvalda um tengslin á milli mataræðis og heilsufars. Rannsóknin náði yfir um áratug og unnu vísindamennirnir úr tölum um andlát af völdum krabbameins, hjartasjúkdóma og af öðrum orsökum.

Í ljós kom að það að stunda einhverja hreyfingu sem tengist aerobic dró úr líkum á ótímabærum dauða um 13%. Er þá miðað við hreyfingu með með nokkurri ákefð í tvær og hálfa til fimm klukkustundir í viku eða hreyfingu með mikilli ákefð í 1,25 til 2,5 klukkustundir í viku.

Þeir sem stunduðu íþróttir þar sem spaðar eru notaðir, til dæmis tennis, voru í 27% minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma og líkurnar voru í heildina 16% lægri á að þeir létust ótímabærum dauða.

Hlaup reyndust draga mest úr líkunum á að fá krabbamein, eða um 19%. Þau drógu úr líkunum á ótímabærum dauða um 15%.

Næst á eftir þessum íþróttum kom ganga ef horft er til hversu mikið hreyfingin dregur úr líkunum á ótímabærum dauða.

Allar tegundur hreyfingar reyndust draga úr líkunum á ótímabærum dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu