fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Sjúklingar sem „sneru aftur frá dauðum“ segja frá hvað þeir upplifðu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem var úrskurðað látið í skamma stund, hefur deilt reynslusögum sínum og skýrt frá hvað það upplifði handan lífs.

Umræða um þetta hófst á samfélagsmiðlinum Reddit þegar einn notandinn deildi sögu sinni og bauð fólki að spyrja spurninga um málið. Í kjölfarið fóru fleiri að deila reynslu sinni af dauðanum. Sumir sögðust muna eftir tilfinningunni, skynjun sinni og jafnvel sýnum sínum handan lífsins. Í umfjöllun Mirror segir að ótrúlega margt sé svipað með þeirri reynslu sem fólkið lýsir.

Einn sagðist hafa verið í æðamyndatöku og hafi verið glaðvakandi þegar viðvörunarbjöllur fóru að hringja og allir urðu stressaðir: „Heimurinn minn varð mjúkur og þokukenndur og allt varð svart. Það næsta sem ég man er að ég opna augun og heyri lækni segja „við fengum hann aftur“. Þetta var aðallega friðsæl tilfinning.“

Annar sagði: „Ég fór í hjartastopp í um 40 sekúndur. Þetta var eins og að sofna án þess að dreyma, engin sjálfsvitund.“

Enn annar sagði: „Ég hrundi niður í fyrirlestri í skólanum. Öll öndun og blóðflæði stöðvaðist. Mér fannst eins og ég félli niður endalausa holu á meðan félagar mínir hrópuðu á hjálp. Ég var endurlífgaður og man enn ekkert eftir síðustu mínútunum fyrir dauðann né þeim fyrstu eftir að ég var endurlífgaður.“

„Ég man aðeins eftir ferðinni í sjúkrabílnum en ég var ekki í líkama mínum. Þetta var í alvöru það undarlegasta sem ég hef nokkru sinni upplifað. Þetta gæti hafa verið draumur en ég sá meðvitundarlausan líkama minn, í hjartastoppi, í sjúkrabílnum,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í