fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Lætur byggja fangelsi fyrir 40.000 manns

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 12:00

Hermenn við gæslu á götu úti í San Salvador. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nayib Bukele, forseti El Salvador, hefur sagt að hann ætli að beita öllum ráðum til að kveða niður glæpaölduna í landinu en glæpagengi ráða þar lögum og lofum. Á sama tíma og almenningur styður aðgerðir hans gagnrýna mannréttindasamtök einræðistilburði hans.

Í lok júlí birti Bukele myndband á Twitter. Það virðist hafa verið tekið úr dróna og sýnir vörubíla aka með byggingarefni á autt svæði í suðausturhluta landsins. Í texta við myndbandið varpar forsetinn ljósi á hvað er verið að gera.

Hann segir að fyrir nákvæmlega mánuði hafi hann tilkynnt um byggingu „miðstöðvar fyrir fangelsaða hryðjuverkamenn“. Það sé það sem sjáist á upptökunni og verði það tilbúið innan 60 daga. Þar verður að hans sögn pláss fyrir 40.000 „hryðjuverkamenn“ sem verða einangraðir frá umheiminum.

Þetta er nýjasta skrefið í yfirlýstu stríði hans gegn glæpagengjum sem hafa áratugum saman gert El Salvador að einu hættulegasta landi heims. Hefur forsetinn, sem er fertugur, ákveðið að beita öllum meðulum í þessu stríði.

Þegar 62 féllu í valinn þann 27. mars síðastliðinn í tengslum við ofbeldisverk glæpagengja lýsti Bukele yfir neyðarástandi sem felur í sér að lögreglan getur handtekið fólk án þess að hafa handtökuheimild. Þessi heimild hefur verið nýtt óspart síðan og hafa rúmlega 46.000 verið handteknir síðan en um 6,5 milljónir búa í landinu. BBC skýrir frá þessu.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aðferðir Bukele og stjórnar hans sem og meðferðina á hinum handteknu. Aðrir eru mun jákvæðari og er ekki annað að sjá en að almenningur styðji við bakið á honum en samkvæmt nýjustu könnunum styðja um 85% landsmann hann og skiptir þá engu þótt hann þyki hunsa leikreglur lýðræðisins hvað eftir annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast