fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fundu hugsanlega vatnsplánetu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 20:00

TOI-1452 b. Mynd:Benoit Gougeon/Université de Montréal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar við Université de Montréal og Institute for Research on Exoplanets telja sig hafa fundið vatnsplánetu. Hún kallast TOI-1452 b og er aðeins stærri en jörðin og er í hæfilegri fjarlægð frá sólinni sinni.

Það er hvorki of kalt né heitt til að fljótandi vatn geti verið á yfirborði hennar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum að sögn Videnskab.

Rannsóknin hefur verið birt í The Astronomical Journal. Í henni kemur fram að hugsanlega sé plánetan algjörlega hulin þykku lagi af fljótandi vatni. Segja vísindamennirnir að vatn geti verið um 30% af massa plánetunnar en til samanburðar má geta þess að vatn er tæplega 1% af massa jarðarinnar.

Vísindamennirnir notuðu meðal annars gögn frá TESS stjörnusjónauka Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA við rannsóknina á TOI-1452 b sem er í um 100 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Þeir sáu að plánetan var sérstaklega áhugaverð á grunni gagna frá TESS og gerðu því enn frekari rannsóknir og gátu þannig komist að hver massi plánetunnar er og ummál. Þessir útreikningar sýna að plánetan er líklegast ekki bara úr hörðum kjarna, heldur úr léttara efni og að líklega sé þetta efni vatn.

Vísindamennirnir vonast til að geta rannsakað plánetuna betur með James Webb geimsjónaukanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi