fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Auka 2,5 cm í mittismál auka líkurnar á hjartavandamálum um 11%

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera með nokkur aukakíló um mittið er ekki bara merki um að það þurfi að gera eitthvað í málinu, draga úr hitaeininganeyslu og hreyfa sig meira. Þetta er einnig viðvörun um að meiri líkur séu á hjartavandamálum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Daily Mail segir að niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford háskóla hafi leitt í ljós að auka 2,5 cm um mittið auki líkurnar á hjartasjúkdómum um 11% og sé meiri ógn við heilsu hjartans en heildarþyngdin.

Vísindamennirnir greindu gögn um 430.000 Breta á aldrinum 40 til 70 ára og var að meðaltali fylgst með þeim í 13 ár.

Í ljós kom að hverjir 2,5 cm í viðbót í mittismál juku hættuna á því að fá hjartaáfall, heilablæðingu, óreglulegan hjartslátt eða önnur hjartavandamál. Sá fimmtungur sem var með mesta mittismálið var 3,21 sinnum líklegri til að upplifa slík vandamál en sá fimmtungur sem var með minnsta mittismálið.

Þeir sem voru með hæsta líkamsþyngdarstuðulinn, BMI, voru 2,65 sinnum líklegri til að upplifa hjartavandamál en þeir sem voru með lægsta líkamsþyngdarstuðulinn. BMI er reiknað út eftir hæð og þyng fólks. Hver auka eining af BMI jók líkurnar á hjartavandamálum um 9%.

Daily Mail segir að Dr Ayodipup Oguntade, aðalhöfundur rannsóknarinnar, ráðleggi fólki að mæla mittismál sitt reglulega til að draga úr hættunni. Hann sagði að fitumagnið á búknum sé mjög mikilvægt þegar kemur að því að fylgjast með fitumagni líkamans og hættunni á hjartasjúkdómum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnu the European Society of Cardiology í Barcelona á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum