fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir alvarlega krísu vera hjá dönsku konungsfjölskyldunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 06:59

Jóakim prins með Marie, eiginkonu sinni, og börnunum sínum fjórum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tilkynnti danska hirðinn að Margrét Þórhildur, drottning, hefði ákveðið að frá og með áramótum megi börn Jóakim prins, yngri sonar hennar, ekki nota titlana prins og prinsessa. Þau mega hins vegar kalla sig greifa og greifynju.

Tilkynningin vakti mikla athygli í Danmörku og drottningin var töluvert gagnrýnd í fjölmiðlum. Hún var meðal annars kölluð „ísdrottning“ og „grimm drottning“ eins og DV skýrði frá í gær.

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

Í gær ræddi Jóakim prins, sem er búsettur í París, við fréttamann Ekstra Bladet og var upptaka af viðtalinu sýnd í mörgum fjölmiðlum í gær. Það leyndi sér ekki að Jóakim var miður sín vegna málsins og hann gagnrýndi ákvörðun móður sinnar.

Hann ræddi einnig við B.T. og sagðist hafa fengið áætlun í hendurnar í maí þar sem kom fram að börnin mættu halda titlum sínum sem prinsar og prinsessur þar til þau yrðu 25 ára. Nú hafi þessu verið flýtt til næstu áramóta. Hann sagði einnig að börnin væru miður sín yfir þessu.

 Í viðtalinu við Ekstra Bladet sagðist hann hafa fengið upplýsingar um að börn hans verði svipt titlunum fimm dögum áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þegar blaðamaður Ekstra Bladet spurði hann hvaða áhrif málið hefði haft á samband hans við móður hans, drottninguna, þagði hann í nokkrar sekúndur, augnaráð hans flökti og hann kyngdi áður en hann svaraði: „Ég held ekki að ég þurfi að skýra það nánar.“

Lars Hovbakke Sørensen, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum hirðarinnar sagði í samtali við Jótlandspóstinn að konungsfjölskyldan sé nú í krísu, þeirri stærstu síðan Hinrik prins, eiginmaður Margrétar, sagði opinberlega árið 2002 að honum fyndist sem honum hefði verið ýtt til hliðar og lítið gert úr honum.

Sørensen benti á að sjaldgæft sé að fjölskyldumeðlimur setji gagnrýni af þessu tagi fram í fjölmiðlum. Jóakim hafi gagnrýnt ákvörðun drottningarinnar og það sé mjög óvenjulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga