Sporin höfðu raunar sést áður, síðast fyrir rúmlega 20 árum. Þau eru eftir eitt og sama dýrið.
Paul Baker tók myndir af sporunum. Sky News hefur eftir honum að það dugi að sópa smá ryki í burtu og þá komi risaeðluspor í ljós.
Eins og áður sagði eru sporin venjulega undir vatni en vegna þurrka hefur vatnsborðið í Paluxy ánni lækkað mikið og hafa sérfræðingar því nýtt tækifærið til að rannsaka sporin.
Þau munu svo fara undir vatn á nýjan leik en fulltrúar Texas Parks and Wildlife segja að þau muni ekki eyðast og verði á þessum sama stað um ókomna framtíð og verði aðgengileg fyrir kynslóðir framtíðarinnar.
Acrocanthosaurus var um sjö tonn og var í fjölskyldu með Tyrannosaurus rex.