fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Ráða börn til starfa á elliheimili til að kæta íbúana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 13:30

Mæðgur á gangi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Moyai Seiyukai, sem er dvalarheimili aldraðra í suðvesturhluta Japans, hefur verið gripið til þess óvenjulega ráðs að ráða börn til starfa. Þeim er boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma, þurrmjólk og bleiur og foreldrum þeirra stendur til boða að fá sér tebolla á kaffihúsi dvalarheimilisins.

Á móti eru starfsmennirnir, sem verða að vera yngri en 3 ára, beðnir um að koma í heimsókn hvenær sem þeir vilja og „ganga eins mikið um og þeir vilja“. CNN skýrir frá þessu.

Það er Gondo Kimie, forstöðukona dvalarheimilisins, sem átti hugmyndina að þessu. Hana fékk hún þegar barnabarn hennar byrjaði að koma í heimsókn á dvalarheimilið fyrir tveimur árum. Einnig komu aðrir starfsmenn stundum með börnin sín með og það gladdi heimilisfólkið mjög mikið sagði Gondo.

Því var byrjað að dreifa flugritum í nágrenninu og auglýsa á samfélagsmiðlum eftir „börnum til starfa“.

Þegar verkefnið hófst á síðasta ári fékkst eitt barn til starfa strax í upphafi. Nú eru þau orðin 32, flest öll úr nágrenninu að sögn Gondo. Verkefnið hefur slegið í gegn hjá heimilisfólkinu, 120 manns búa á dvalarheimilinu, og margir fylgjast brosandi með börnunum þegar þau koma í heimsókn.

Gondo sagði að meira að segja fólk sem talar venjulega ekki mikið og brosi ekki mikið né hreyfist mikið geisli af gleði þegar börnin koma í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana