fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 18:00

Blettatígur í Namibíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var 8 blettatígrum, sem voru fluttir flugleiðis frá Namibíu, sleppt lausum á Indlandi. Í október er stefnt að því að sleppa 12 dýrum til viðbótar en þau munu koma frá Suður-Afríku. Vonast er til að þegar fram líða stundir muni dýrin fjölga sér og verða um 40 talsins.

Sky News skýrir frá þessu og segir að verkefnið sé umdeilt en 70 ár eru liðin frá því að blettatígrar voru lýstir útdauðir á Indlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem blettatígrar eru fluttir á milli heimsálfa til að vera sleppt lausum í náttúrunni.

Dýrunum átta var sleppt lausum í Kunoþjóðgarðinum, sem er í miðhluta Indlands. Svo ótrúlega vildi til að þau komu þangað sama dag og Narendra Modi, forsætisráðherra, átti afmæli. Hann sá einmitt um að sleppa fyrsta dýrinu lausu.

Sérfræðingar segja að þegar blettatígrar dóu út á Indlandi 1952 hafi það verið eina skiptið sem stórt spendýr varð útdautt í landinu frá því að það fékk sjálfstæði og að Indverjum beri siðferðileg skylda til að fá blettatígra aftur til landsins.

Gagnrýnisraddir hafa hins vegar sagt að þetta sé ekki skynsamlegt og benda á að afrískir blettatígrar séu ekki eðlilegur hluti af indverskri náttúru. Til eru asískir blettatígrar en aðeins í Íran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð