fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 18:00

Blettatígur í Namibíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var 8 blettatígrum, sem voru fluttir flugleiðis frá Namibíu, sleppt lausum á Indlandi. Í október er stefnt að því að sleppa 12 dýrum til viðbótar en þau munu koma frá Suður-Afríku. Vonast er til að þegar fram líða stundir muni dýrin fjölga sér og verða um 40 talsins.

Sky News skýrir frá þessu og segir að verkefnið sé umdeilt en 70 ár eru liðin frá því að blettatígrar voru lýstir útdauðir á Indlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem blettatígrar eru fluttir á milli heimsálfa til að vera sleppt lausum í náttúrunni.

Dýrunum átta var sleppt lausum í Kunoþjóðgarðinum, sem er í miðhluta Indlands. Svo ótrúlega vildi til að þau komu þangað sama dag og Narendra Modi, forsætisráðherra, átti afmæli. Hann sá einmitt um að sleppa fyrsta dýrinu lausu.

Sérfræðingar segja að þegar blettatígrar dóu út á Indlandi 1952 hafi það verið eina skiptið sem stórt spendýr varð útdautt í landinu frá því að það fékk sjálfstæði og að Indverjum beri siðferðileg skylda til að fá blettatígra aftur til landsins.

Gagnrýnisraddir hafa hins vegar sagt að þetta sé ekki skynsamlegt og benda á að afrískir blettatígrar séu ekki eðlilegur hluti af indverskri náttúru. Til eru asískir blettatígrar en aðeins í Íran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“