Öðru hvoru hefur komið til átaka á þessum svæðum en ríkin hafa nú samið um að koma upp hlutlausu svæði á þessum svæðum. Í byrjun mánaðarins byrjuðu hersveitir beggja ríkja að draga sig frá Gogra-Hot Springs svæðinu eftir að samningar náðust á milli ríkjanna.
The Guardian segir að indverska ríkisstjórnin segi að samningurinn kveði á um hvar landamæri ríkjanna liggi við þau svæði sem ríkin hafa deilt um. Á milli þeirra verði hlutlaus svæði sem ekki megi senda hermenn inn á.
En hvað sem því líður þá segja Indverjar, sem búa nærri þessum svæðum, að hlutlaus svæði hafi verið sett upp á svæðum sem áður voru undir indverskum yfirráðum. Þeir segja einnig að kínverskar hersveitir séu enn á þeim svæðum sem ríkin hafa deilt um eða jafnvel langt inni á indversku yfirráðasvæði.
Einn sveitarstjórnarmaður á svæðinu sagði að indverski herinn sé að yfirgefa svæði sem ekki var deilt um og á meðan séu kínverskar hersveitir að koma sér fyrir á svæðum sem Indverjar hafi verið með á sínu valdi.