fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 18:00

Brot úr umræddum loftsteini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar síðastliðnum lenti loftsteinn í innkeyrslu húss í Winschcombe í Gloucestershire í Bretlandi. Talið er að hann geti veitt vísbendingar um hvaðan vatnið á jörðinni kom.

Sky News segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að 12% af loftsteininum sé vatn. Hann veitir því mikilvægar upplýsingar um hvernig vatn barst til jarðarinnar.

Ashley King, hjá breska náttúrufræðisafninu, sagði að loftsteinninn sé merkur fyrir þær sakir að hann sé minnst „mengaði“ loftsteinninn sem hefur fundist á jörðinni. Með því á hann við að hann hafi ekki orðið fyrir miklum áhrifum af efnum hér á jörðinni. Vísindamenn fundu loftsteininn og tóku í sína vörslu tæpum 12 klukkustundum eftir að hann hrapaði til jarðar.

King sagði að samsetning vatnsins, í loftsteininum, sé mjög lík samsetningu vatns hér á jörðinni. „Þetta er mjög góð sönnun fyrir að loftsteinar og hlutir eins og Winchcombe-loftsteinninn hafi átt mjög mikilvægan hlut að máli hvað varðar tilurð heimshafanna,“ sagði hann á British Science Festival.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?