Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu og vísar í rannsóknina sem hefur verið birt í the European Respiratory Journal.
Rannsóknin sýnir fram á að hugsanlega geti reykingar skaðað börn sem fæðast tveimur kynslóðum á eftir reykingamanni.
Jiacheng Liu, hjá Melbourneháskóla, er einn af höfundum rannsóknarinnar. Hann sagði að líkurnar á að börn fái astma séu 58-59% meiri ef faðir þeirra varð fyrir óbeinum reykingum á barnsaldri ef miðað sé við börn sem ekki urðu fyrir óbeinum reykingum. Líkurnar hafi reynst vera 72% meiri ef feður þeirra urðu fyrir óbeinum reykingum í æsku og reyktu síðan sjálfir.
Dr. Dinh Bui, annar af höfundum rannsóknarinnar, sagði að niðurstöðurnar sýni hversu alvarleg áhrif reykingar geti haft, ekki bara á reykingafólk heldur börn þeirra og barnabörn.