fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Tveir látnir af völdum dularfulls lungnasjúkdóms – Svipar til upphafs COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 06:06

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru látnir af völdum dularfulls lungnasjúkdóms, lungnabólgu, í Argentínu og fjórir til viðbótar eru veikir og liggja á sjúkrahúsi. Öll tilfellin komu upp á sjúkrahúsi í Tucumán. Um fimm heilbrigðisstarfsmenn er að ræða og einn sjúkling á gjörgæslu.

Embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af málinu vegna þess að því svipi til upphafs útbreiðslu COVID-19 í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Óttast er að hér sé nýr veirusjúkdómur á ferð.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að smitin hafi komið upp á litlu einkasjúkrahúsi í Tucumán sem er um 1.000 km norðvestan við Buenos Aires.

Smiteinkennin komu fram frá 18. til 22. ágúst að sögn Luis Medina Ruiz, heilbrigðisráðherra í Tucumán. Hann sagði að allir sjúklingarnir eigi það sameiginlegt að veikindin leggist harkalega á öndunarfærin samhliða lungnabólgu. Röntgenmyndir líkist mjög röntgenmyndum af COVID-19 sjúklingum en búið sé að útiloka að um COVID-19 sé að ræða.

Hann sagði að umfangsmiklar rannsóknir hafi verið gerðar á sjúklingunum og hafi verið leitað að rúmlega 30 veirum í þeim, þar á meðal COVID, kvefi, inflúensu af A og B stofnum og fleiru. Allt hafi gefið neikvæða svörun. Sýni eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarstofum á vegum ríkisins.

Sjúkrahúsinu hefur verið lokað og verið er að kortleggja hverja sjúklingarnir umgengust áður en smitin greindust.

Einnig er verið að rannsaka hvort um bakteríusýkingu geti verið að ræða, hugsanlega vegna mengaðs vatns eða loftræstibúnaðar á sjúkrahúsinu.

Evrópska smitsjúkdómastofnunin hefur fylgst með málinu síðan á þriðjudaginn sem og sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Vestrænir sérfræðingar segja of snemmt að hringja viðvörunarbjöllum þrátt fyrir að þetta líkist upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Devi Sridhar, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í samtali við The Telegraph að smitin væru augljóslega áhyggjuefni en það vanti enn lykilupplýsingar um smitleiðirnar og vonandi um undirliggjandi ástæður sjúkdómsins. Þetta sýni hversu illa varin við séum gegn hættulegum sýklum og að faraldur hvar sem er í heiminum geti breiðst út um allan heim ef ekki tekst fljótt að hemja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki