fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Telja að blóðflokkur fólks geti sagt fyrir um líkurnar á heilablóðfalli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 07:06

Blóðflokkurinn skiptir máli. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðflokkur fólks getur hugsanlega tengst líkunum á að það fái heilablóðfall. Bandarískir vísindamenn fóru yfir tugi fyrri rannsókna á erfðafræði og heilablóðföllum. Þeir komust að því að munur var á tíðni heilablóðfalla eftir því í hvaða blóðflokki fólk var.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi komist að því að fólk í blóðflokki A sé 16% líklegra til að fá heilablóðfall fyrir sextugt en fólk í öðrum blóðflokkum. Líkurnar voru hinar sömu eftir að búið var að taka ýmsa aðra þætti út úr jöfnunni, þar á meðal kyn, þyngd og hvort fólk reyki.

Fólk í blóðflokki B var í aðeins meiri hættu á að fá blóðtappa, en þó minni en fólk í A-flokki, og fólk í blóðflokki O var í enn minni hættu.

Vísindamennirnir segja að þessi aukna hætta, einnig fyrir þá sem eru í blóðflokki A, sé ekki mjög mikil og það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur.

Ekki er vitað af hverju blóðflokkurinn virðist skipta máli hvað varðar líkurnar á að fá heilablóðfall en talið er að það geti haft áhrif á líkurnar á því að blóðtappar myndist. Það eru einmitt blóðtappar sem valda 9 af hverjum 10 heilablóðföllum en þeir stífla æðar og koma í veg fyrir að blóð flæði til heilans.

Vísindamennirnir, sem starfa við University of Maryland, greindu gögn um 7.000 manns sem höfðu fengið heilablóðfall og tæplega 600.000 heilbrigðra einstaklinga. Þessar upplýsingar var að finna í 48 rannsóknum.

Niðurstaða þeirra var að 12% minni líkur voru á að fólk í blóðflokki O fengi heilablóðfall fyrir sextugt en hjá fólki í B og AB blóðflokkunum voru hvorki meiri né minni líkur á heilablóðfalli.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Neurology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega